Andre Braugher látinn

Andre Braugher á rauða dreglinum á New York Film Festival …
Andre Braugher á rauða dreglinum á New York Film Festival á síðasta ári. AFP

Bandaríski leikarinn Andre Braugher, sem gerði meðal annars garðinn frægan í gamanþáttunum Brooklyn Nine-Nine er látinn, 61 árs að aldri.

Braugher, sem lést eftir stutt veikindi, lék oft lögreglumann á ferli sínum og lék bæði í dramatískum og í grín hlutverkum. Hann fæddist í Chicago og útskrifaðist frá Stanford háskólanum áður en hann nam leiklist við Juilliard-skólann.

Hann var tilnefndur til 11 Emmy-verðlauna, þar af fjögur fyrir hlutverk sitt sem Captain Raymond Holt í Brooklyn Nine-Nine gamanþáttunum.

Braugher sló í gegn í kvikmyndinni Glory árið 1989, þar sem hann lék hermann í hersveit sambandsins í bandarísku borgarastyrjöldinni. Meðal annarra kvikmynda leikarans eru Primal Fear, þar sem hann lék á móti Richard Gere, Salt, með Angelinu Jolie, og City of Angels, þar sem hannn lék ásamt Meg Ryan og Nicolas Cage.

Sjónvarpsferill hans blómstraði þegar hann lék einkaspæjarann ​​Frank Pembleton í Baltimore í lögregluþáttunum Homicide: Life on the Street, sem hann hlaut Emmy-verðlaun fyrir árið 1998.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar