Ezzi gaf Gústa B 200 þúsund króna afmælisgjöf

Öllu var tjaldað til þegar útvarpsmaðurinn Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, hélt upp á 22 ára afmæli sitt í veislusalnum Cava Club síðastliðna helgi.

Á gestalistanum var mikið um þekkta Íslendinga, þar á meðal voru tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, knattspyrnumaðurinn Adam Ægir Pálsson og leikarinn og handboltamaðurinn Blær Hinriksson. 

Estefan Leó Haraldsson, betur þekktur sem Ezzi á TikTok, mætti líka í afmælið og gaf afmælisbraninu rándýra gjöf. Í samtali við mbl.is segir hann gjöfina hafa kostað 200 þúsund krónur.

Hissa þegar hann opnaði gjöfina

Ezzi birti TikTok-myndband af viðbrögðum Gústa B þegar hann opnaði gjöfina sem virðist vera gríðarstórt einhyrningahöfuð með ljósi inni í sem lýsir í gegnum augu höfuðsins. Gústi B var vægast sagt hissa þegar hann sá gjöfina, enda hefur hann líklega ekki fengið einhyrningahöfuð oft að gjöf. 

Gjöfin virðist hafa vakið mikla lukku í afmælinu, svo mikla að Prettyboitjokko birti mynd af sér með gjöfinni á Instagram. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup