Gerard Depardieu sviptur heiðursmerki

Depardieu hagaði sér eins og dónakall í Norður Kóreu og …
Depardieu hagaði sér eins og dónakall í Norður Kóreu og kemur það honum nú um koll. AFP/Thierry Roge

Franski leikarinn Gerard Depardieu var sviptur æðsta heiðursmerki héraðsins Quebec í Kanada í dag. Sú ákvörðun var tekin í kjölfar ósæmilegra ummæla í garð kvenna sem hann hefur látið frá sér opinberlega.

Francois Legault, talsmaður orðunefndar Quebec, segir framferði leikarans sverta orðstír annarra orðuhafa og því væri þeim nauðugur einn kostur, sem er að svipta Depardieu orðunni samstundis.

Dónakall á ferð

Depardieu hefur sætt mikilli gagnrýni eftir að sjónvarpsstöðin France 2 sýndi frá ferð leikarans árið 2018 til Norður Kóreu. Þar lét hann út úr sér kynferðisleg ummæli við kvenkyns túlk og sagði kynferðislega hluti um smástelpu á hesti.

Í september lagði annar leikari fram kæru um kynferðislega áreitni af hendi Depardieu. Sú kæra bætist í ört stækkandi lista ásakana á hendur leikaranum, bæði um kynferðislega áreitni og nauðgun.

Leikið í yfir 200 kvikmyndum

Þetta mun vera í fyrsta skipti sem ákvörðun um að svipta einhvern æðsta heiðursmerki Quebec er samþykkt einróma. Depardieu hlaut upphefðina árið 2002.

Gerard Depardieu er talinn til stærstu nafna franskrar leiklistar, nefndur í sömu andrá og Alain Delon og Brigitte Bardot. Hann hefur leikið í ríflega 200 kvikmyndum en afrek hans falla nú í skugga fjölda hneykslismála.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir