Tónlistarmaðurinn Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra hnetusmjör, og Sara Linneth Lovísudóttir Castañeda eru trúlofuð.
Sara greindi frá trúlofuninni á Instagram í kvöld, þar sem hún birti mynd af trúlofunarhring á fingri sér. Undir myndinni skrifaði Sara svar sitt við bónorði Árna, en þar stendur einfaldlega „Já!“
Þau Árni Páll og Sara hafa verið kærustupar í þó nokkur ár, en þau kynntust þegar þau voru bæði í meðferð á afeitrunarstöðinni Vogi árið 2016. Í dag eru þau bæði edrú og eiga þau tvo drengi saman, þá Björgvin Úlf og Krumma Stein.