Oprah Winfrey notaði lyf til að léttast

Oprah Winfrey er hætt að skammast sín og tekur lyf …
Oprah Winfrey er hætt að skammast sín og tekur lyf til þess að grennast. LEON BENNETT

Oprah Winfrey hefur nú viðurkennt að hafa notað lyf til þess að léttast. Hún hafði áður neitað því staðfastlega og umleið gagn­rýn­t notk­un á hinu um­talaða „töfra­lyfi“ í Hollywood til að grenn­ast og kallað það „auðveldu leiðina.“

„Ég nota það núna eftir þörfum. Sem leið til þess að meðhöndla frekar en að fara stöðugt upp og niður í þyngd,“ segir Winfrey í viðtali við People en hún hefur ekki gefið upp hvaða lyf hún er að taka en hún segist stunda líkamsrækt samhliða lyfjatökunni. Þá borðar hún ekkert eftir klukkan fjögur á daginn og drekkur nóg af vatni.

„Það að það sé til læknisfræðilega viðurkennd leið til þess að meðhöndla þyngd og viðhalda heilbrigðum lífstíl er mikill léttir og gjöf. Ekki eitthvað sem þarf að fela og vera smánaður fyrir,“ segir Winfrey.

„Ég neita að skammast mín.“

Oprah Winfrey er 69 ára og hefur alltaf átt í baráttu við aukakílóin. Hún segir að hugarfar hennar til lyfja hafi breyst þegar hún fór á líta á þetta sem sjúkdóm frekar en spurningu um viljastyrk. 

Oprah Winfrey hefur nú viðurkennt að taka inn lyf til …
Oprah Winfrey hefur nú viðurkennt að taka inn lyf til þess að grennast. AFP
Oprah Winfrey hefur vakið mikla athygli undanfarið fyrir breytt útlit.
Oprah Winfrey hefur vakið mikla athygli undanfarið fyrir breytt útlit. AFP
Winfrey segist líka stunda líkamsrækt samhliða lyfjatöku til þess að …
Winfrey segist líka stunda líkamsrækt samhliða lyfjatöku til þess að hlúa að heilsunni. LEON BENNETT
Oprah Winfrey var ekki síður glæsileg árið 2015.
Oprah Winfrey var ekki síður glæsileg árið 2015. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar