Fyrrverandi eiginmaðurinn varar Cruise við

Tom Cruise er sagður afar hrifinn af Elsinu Khayrova.
Tom Cruise er sagður afar hrifinn af Elsinu Khayrova. AFP

Fréttir herma að Tom Cruise sé að slá sér upp með Elsinu Khayrova sem er áhrifavaldur og fyrrverandi eiginkona rússneska ólígarksins Dmitry Tsetkov. 

Samkvæmt heimildum MailOnline þá sást til parsins í boði í London og sögðu sjónarvottar að Cruise væri gagntekinn af henni og að þau hafi verið óaðskiljanleg.

Fyrrverandi eiginmaður Khayrovu vill hins vegar vara Cruise við henni. Hann segir hana dýra í rekstri og erfitt að gera henni til hæfis. Hún hafi mjög dýran smekk og að Cruise þurfi að halda veskinu galopnu. Sjálfur segist hann hafa eytt um 12 milljónum pundum í föt og fylgihluti handa henni en þau voru gift í 11 ár. Tsetkov varð ríkur á demöntum og námugreftri. Hann sá þó peningana fuðra upp á meðan á hjónabandinu stóð. Þá var skilnaðurinn einnig mjög kostnaðarsamur.

„Óháð því með hverjum hún er með, Tom Cruise eða einhverjum öðrum, Þá ætti sá að vera meðvitaður um það að hún lifir hátt og hefur dýran smekk. Tom ætti að hafa augun galopin sem og veskið,“ sagði Tsetkov í viðtali við MailOnline.

„Ég samgleðst henni og óska henni alls hins besta,“ bætti hann við.

„Ég hef ekki rætt við Elsinu en við eigum bara í samskiptum í gegnum lögfræðinga okkar. Hún er 36 ára, falleg, fjárhagslega sjálfstæð og elskar lífið. Tom Cruise er uppáhaldsleikarinn minn. Hann er sá allra besti. Ég vil að hann leiki mig,“ segir Tsetkov en framleiðandi frá Hollywood hefur lýst yfir áhuga á að gera kvikmynd um ævi Tsetkov.

„Ég sagði framleiðandanum að eini leikarinn sem gæti leikið mig væri Tom Cruise. Við erum áþekkir í útliti og það væri mikill heiður.“

Elsina Khayrov heldur úti Instagram reikningi þar sem hún er …
Elsina Khayrov heldur úti Instagram reikningi þar sem hún er með 9 þúsund fylgjendur og birtir fallegar myndir af sér. Skjáskot/Instagram
Fyrrverandi eiginmaður Khayrovu segir hana dýra í rekstri. Það er …
Fyrrverandi eiginmaður Khayrovu segir hana dýra í rekstri. Það er gömul saga og ný þegar kemur að fyrrverandi eiginmönnum. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Loka