Fólk virðist hafa vaxandi áhyggjur af hjónabandi Chris Hemsworth og Elsu Pataky. Hjónaband þeirra er eitt það langlífasta í Hollywood en þau hafa verið gift í rúm tíu ár.
Nú hefur fólk hins vegar tekið eftir því að þau verja sífellt minni tíma saman en þau hafa tekið upp á því að undanförnu að verja fríunum sínum í sitthvoru lagi.
Í október fór Pataky til Japan með tvíburastrákunum Tristan og Sasha sem eru níu ára.
Á sama tíma fór Hemsworth með dótturina Indiu til Íslands.
Bæði birtu þau myndir af ferðalögunum á samfélagsmiðlum og voru margir aðdáendur undrandi á því hvers vegna þau væru ekki saman á ferðalögunum.
Þá tóku áhugasamir einnig eftir því að Hemsworth var hvergi sjáanlegur þegar fjölskyldan setti upp jólatréið sitt á dögunum.