Búið er að tilgreina dánarorsök leikarans Andre Braugher sem lést fyrr í vikunni eftir snörp veikindi aðeins 61 árs að aldri.
Samkvæmt talsmanni leikarans greindist hann með lungnakrabbamein nokkrum mánuðum fyrir andlátið sem dró hann til dauða. Þetta kemur fram í New York Times.
Braugher er þekktastur fyrir leik sinn í gamanþáttunum Brooklyn Nine-Nine og Homicide: Life on the Street. Hann lætur eftir sig eiginkonu, leikkonuna Ami Brabson sem hann giftist árið 1991.