Ofurfyrirsætan og raunveruleikastjarnan Kendall Jenner og tónlistarmaðurinn Bad Bunny eru hætt saman.
Í febrúar var greint frá því að parið væri að stinga saman nefjum.
Page Six hefur eftir heimildarmanni að parið hafi frá byrjun sambandsins vitað að það myndi ekki endast að eilífu. Þá séu þau bæði með þétta dagskrá.
Einnig er haft eftir heimildarmanni að þau vilji bæði upplifa meira af því sem lífið hefur upp á að bjóða áður en þau fari í alvarlegt samband.