Hin tvítuga Eve Gilles vann fegurðarsamkeppnina Miss France um helgina en hún varð fyrsti stuttklippta konan til þess að vinna í 103 ára sögu keppninnar.
Þessi úrslit hafa farið misjafnlega ofan í fólk og margir gagnrýna keppnina fyrir að vera orðin of „woke“ fyrir að hafa valið sigurvegara sem skartar kynhlutlausu útliti. Allir fyrri sigurvegarar keppninnar hafi uppfyllt hefðbundnari útlitskröfur eins og til dæmis sítt hár og mjúkar línur segir í umfjöllun The Independent um málið.
„Við erum vön því að sjá fallegar fegurðardrottningar með sítt hár, en ég kaus kynhlutlausara útlit með stutt hár,“ sagði Gilles eftir sigurinn. „Enginn ætti að fá að ráða því hver þú ert. Allar konur eru ólíkar.“
Gilles stundar nám í stærðfræði og tölvuvísindum við Lille háskólann.
Sigurvegarinn er valinn með atkvæðum almennings og dómnefndar. Gilles hefði lent í þriðja sæti ef almenningsatkvæði hefði fengið að ráða úrslitum en það voru atkvæði dómnefndar sem ýttu henni í fyrsta sæti.
Margir létu í ljós óánægju sína á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #MissFrance2024 og sögðu keppnina vera að missa sig í að fylgja því sem þykir rétt hverju sinni. Margir hafa hins vegar mótmælt því en franski ráðherrann Sandrinne Rousseau sagði það tímaskekkju að franskar konur væru dæmdar eftir lengd hársins.