Þáttaröðin Kennarastofan hefur gang sinn á Sjónvarpi Símans í janúar. Í spilaranum hér að ofan má sjá fyrstu stikluna úr þáttunum.
Þáttaröðin fjallar um líf grunnskólastýru með áráttu- og þráhyggjuröskun, sem umturnast þegar hömlulaus tónlistarkennari mætir til starfa. Serían er rómantísk gamansaga og fjallar um ástir og örlög kennara.
Með aðalhlutverk fara Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi.