Upplifir rómantísk jól með nýja kærastanum

Linda Pétursdóttir opnaði hjartað fyrir ástinni og verður ekki ein …
Linda Pétursdóttir opnaði hjartað fyrir ástinni og verður ekki ein á jólunum að þessu sinni. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Fegurðardrottningin Linda Pétursdóttir opnar sig um ástina í lífi sínu og segist nú upplifa rómantísk jól með ástinni sinni eftir að hafa verið ein í nokkur ár. Parið kynntist á Spáni fyrr á árinu og eru þau afar hamingjusöm saman.

„Í desember í fyrra setti ég í loftið podkast-þáttinn „Rómantík um jólin” (þáttur 109) þar sem ég talaði um að nú væri ég loks tilbúin að opna fyrir rómantíska ást, eftir að hafa verið ein í nokkur ár. Talaði líka um hversu gaman það væri að vera ástfangin um jólin.

Stundum þurfum við að stíga út fyrir þægindarammann og tala upphátt um drauma okkar (og vera sama um hvað öðru fólki finnst um þá). Um hálfu ári eftir að ég sagði frá þessum draumi mínum í þættinum hitti ég ástina mína, á spænskri paradísareyju. Hann var ekki það sem ég hélt ég væri að leita að en svo komst ég að því að hann er einmitt allt sem ég vissi ekki að ég væri að leita að - og gott betur.

Þannig að nú upplifi ég rómantík um jólin með ástinni minni.

Ef við opnum á drauma okkar og þorum að fylgja þeim, þá gerast kraftaverkin. Lífið er svo magnað,“ segir Linda í færslu sinni á Instagram.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka