Heilsu Dion hrakar

Celine Dion er veik.
Celine Dion er veik. AFP

Tónlistarkonan Cel­ine Dion á í erfiðleikum með að stjórna vöðvum sínum. Þessu greinir systir hennar, Clau­dette Dion, frá í nýlegu viðtali. Tónlistarkonan glímir við sjald­gæfu taugarösk­un­ina Stiff Per­son Syndome (SPS).

„Hún leggur hart að sér en hún hefur ekki stjórn á vöðvunum sínum. Það sem er svo erfitt er að hún hefur alltaf verið svo öguð,“ sagði systirin í viðtali við kanadískan miðil að því fram kemur á vef Daily Mail.

Tónlistarstjarnan berst eins og hetja við sjúkdóminn en eins og er veit fjölskylda Celine Dion ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. „Í draumum okkar og hennar er hugmyndin að snúa aftur á svið. Í hvaða mynd? Ég veit það ekki.“

Í janúar árið 2022 þurfti Dion að aflýsa tónleikaferðalagi vegna veikinda sinna. Í vor sagði Dion aðdáendum sínum frá því að hún ætlaði ekki að gefast upp. Sjúkdómurinn gerir það hins vegar að verkum að hún á bæði erfitt með gang auk þess sem hún getur ekki sungið eins og vanalega. Læknavísindin vita enn sem komið er lítið um sjúkdóminn og bendir systir tónlistarkonunnar á að hjartað sé vöðvi og því ekki bara söngröddin undir. 

Celine Dion.
Celine Dion. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka