Inga Heiða á svakalega jólapeysu

Inga Heiða Halldórsdóttir endurnýtti gamla peysu frá móður sinni og …
Inga Heiða Halldórsdóttir endurnýtti gamla peysu frá móður sinni og bjó til jólapeysu.

Inga Heiða Halldórsdóttir á svakalega jólapeysu en grunnurinn er 30 ára gömul peysa sem móðir hennar átti. Inga Heiða er ein þeirra sem tekur þátt í leitinni að svakalegustu jólapeysunni í ár sem Pósturinn stendur fyrir. 

„Í rauninni er ekkert jólalegt við þessa peysu að minnsta kosti ekki þegar mamma spókaði sig um í henni fyrir rúmum 30 árum síðan. Ermarnar og kraginn hafa fengið „make over“ með gömlum blúndudúkum. Hér og þar má finna jólaglingur, dúska og perlur. Jólakötturinn er auðvitað ómissandi en hann er saumaður úr filti framan á peysuna. Jólahúfan hans er með bjöllu sem heyrist í ef snöggar hreyfingar eiga sér stað. Á bakhlið peysunnar eru samskonar bjöllur en þar eru þær eyrnalokkar á svartri hauskúpu með jólahúfu. Ég myndi segja að þessi jólapeysa sé í mótvægi við allar dúllulegu hreindýra, snjókarla og jólasveina peysurnar og ég er svo glöð að eiga svona svakalega jólapeysu. Ég nota hana bara alltof sjaldan,“ segir Inga Heiða.

Hér má sjá Ingu Heiðu í peysunni.
Hér má sjá Ingu Heiðu í peysunni.

Leitin að svakalegustu jólapeysunni hefur staðið yfir hjá Póstinum undanfarna daga. „Við erum hæstánægð með viðbrögð allra dásamlegu jólabarnanna sem gerðu sér lítið fyrir og sendu okkur mynd af sér, og jafnvel allri fjölskyldunni, í jólapeysum af öllu tagi. Ég held að við höfum færst of mikið í fang þegar við sögðumst ætla að setjast í dómarasæti og velja þá svakalegustu! Við höfum því brugðið á það ráð að fá þjóðina til að hjálpa okkur að velja sigurvegarann,“ segir Vilborg Ásta Árnadóttir, markaðsstjóri Póstsins.

Pósturinn hefur tilnefnt sjö jólabörn og eina jólafjölskyldu sem erfitt er að gera upp á milli. Hver er í svakalegustu jólapeysunni að þínu mati? Smelltu á linkinn HÉR til að kjósa. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka