Sjónvarpsþáttaröðin Húsó hefur göngu sína á Nýársdag. Um er ræða sex þátta leikna sjónvarpsþáttaröð á RÚV sem fjallar um Heklu sem missti forræðið yfir dóttur sinni. Það er Ebba Katrín Finnsdóttir sem fer með hlutverk Heklu.
Hekla hefur verið inn og út af meðferðarstofnunum frá unglingsaldri. Þegar hún missir forræði yfir dóttur sinni gerir hún tilraun til að halda sig á beinu brautinni með því að skrá sig í Hússtjórnarskólann í Reykjavík. Eins og sjá má í stiklu sem RÚV birti er mikið um að vera og það eru ekki allir sem hafa trú á Heklu sem þarf að sanna sig.
Arnór Pálmi Arnarsson leikstýrir Húsó en auk Ebbu Katrínar fara þær Edda Björgvinsdóttir og Katla Þórudóttir Njálsdóttir með helstu hlutverk. Í stiklunni sem sjá fleiri kunnugleg atriði eins og fótboltakappann fyrrverandi Rúrik Gíslason.