Junia Lin Jónsdóttir, tvíburasystir Laufeyjar Lín Jónsdóttur, birti skemmtilegt myndband á TikTok á dögunum. Hún útskýrði hið svokallaða jólabókaflóðið á Íslandi stuttlega fyrir fylgjendum sínum og sýndi svo bækurnar sem hún ætlar að gefa fjölskyldumeðlimum sínum.
„Komið með mér að klára íslenska jólabókaflóðið. Ég er að fara heim til Íslands yfir hátíðirnar á morgun og þarf að finna bækur fyrir alla þar sem það er hefð hjá okkur – þann 24. desember opnum við bækur og þann 25. desember lesum við þær. Reyndar opnum við allar gjafirnar okkar 24. desember og gerum ekki mikið 25. desember,“ segir Junia sem er búsett í Lundúnum.
Junia byrjar á því að finna bók fyrir systur sína og finnur svo bækur fyrir foreldra sína. Hún segir að Laufey hafi elskað bókina Rebecca eftir Daphne du Maurier og þess vegna hafi bókin Brideshead Revisited eftir Evelyn Wough orðið fyrir valinu.