Ísland færist nær Óskarnum

Stilla úr kvikmyndinni Volaða land.
Stilla úr kvikmyndinni Volaða land. Ljósmynd/Aðsend

Kvikmyndin Volaða Land eftir Hlyn Pálmason er á stutt­lista Aka­demí­unn­ar fyr­ir Óskar­sverðlaun­in í flokki alþjóðlegra kvik­mynda árið 2024. Aðeins eru 15 myndir á stuttlistanum en kvikmyndir frá 88 löndum voru sendar inn.

Tilkynnt verður um hvaða fimm myndir verða að lokum tilnefndar þann 23. janúar 2024. Óskar­sverðlauna­hátíðin fer fram í 96. sinn sunnu­dag­inn 10. mars á næsta ári. 

Mynd­in Volaða Land seg­ir frá ung­um dönsk­um presti, Lucas, sem held­ur til Íslands und­ir lok 19. ald­ar í þeim til­gangi að reisa kirkju og ljós­mynda íbúa eyj­unn­ar. Óvæg­in nátt­úru­öfl­in hafa snemma áhrif á ferðalagið og sam­skipti ný­lendu­herr­ans við ís­lenska sveita­mann­inn Ragn­ar ganga ekki sem skyldi vegna tungu­mála­erfiðleika og menn­ing­armun­ar. Á ferðalag­inu og í leit sinni að æðri mætti þarf prest­ur­inn að kljást við sjálf­an sig and­spæn­is nátt­úr­unni. Löng­un hans til yf­ir­ráða gagn­vart henni verður hon­um að falli.

Ekki er langt síðan að framlag Íslands komst á stuttlista í flokki alþjóðlegra kvikmynda. Fyrir tveimur komst kvikmyndin Dýrið á stuttlistann en hlaut að lokum ekki tilnefningu. 

Leikstjórinn Hlynur Pálmason.
Leikstjórinn Hlynur Pálmason. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar