Sakar Vin Diesel um kynferðisbrot á hóteli

Vin Diesel á frumsýningu Fate of the Furious í Berlín …
Vin Diesel á frumsýningu Fate of the Furious í Berlín fyrir nokkrum árum síðan. AFP

Hasarmyndaleikarinn Vin Diesel hefur verið sakaður um kynferðisbrot gagnvart aðstoðarkonu sinni á hótelherbergi í bandarísku borginni Atlanta fyrir rúmum áratug síðan.

Konan höfðaði mál gegn leikaranum í gær.

Málið er það nýjasta sem er höfðað í dómstólum í ríkinu Kaliforníu eftir að samþykkt voru lög um að lengri tími megi líða þar til höfðuð séu mál tengd meintum kynferðisbrotum.

Inni á hótelsvítu

Asta Jonasson sagði að fyrsta verkefnið hennar eftir að hún var ráðin til starfa af fyrirtæki Diesels hefði verið að ferðast til Atlanta í september árið 2010 á meðan á tökum stóð á myndinni Fast Five.

Þar átti hún að hjálpa Diesel við að yfirgefa hótel sitt snemma morguns eftir að margar konur höfðu dvalið inni á svítu hans, en paparazzi-ljósmyndarar höfðu frétt af því hvar hann dvaldi.

„Ein inni á hótelsvítu með honum réðst Vin Diesel kynferðislega á Jonasson. Vin Diesel tók utan um hana með valdi, greip í brjóstin á henni og kyssti hana. Jonasson reyndi ítrekað að losna undan honum og sagði hvað eftir annað nei,” segir í dómskjölum.

„Vin Dielsel gekk þá enn lengra í árás sinni,” sagði þar einnig og nefnt er að leikarinn hefði reynt að tosa niður nærbuxur aðstoðarkonu sinnar.

Fram kemur að Jonasson hefði flúið inn á baðherbergi og elti Diesel hana þangað og neyddi hana til að snerta hann. Hann ýtti henni síðan upp við vegg og fróaði sér.

Rekin daginn eftir

Daginn eftir er Samantha Vincent, systir leikarans og forseti afþreyingarfyrirtækisins One Race sem réði Jonasson, sögð hafa hringt og rekið hana.

„Skilaboðin voru skýr. Jonasson var rekin fyrir að hafa af hugrekki barist gegn kynferðisárás Vin Diesels. Vin Diesel skyldi vernda og hylma átti yfir kynferðisbrot hans,” sagði í dómskjalinu.

Lögmaður Diesels segir skjólstæðing sinn neita ásökununum alfarið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar