Svona skreyta frændurnir í Húsasmiðjunni jólatréð

Frændurnir í Húsasmiðjunni, þeir Alexander Björnsson og Halldór Snær Óskarsson, ákváðu að veita fylgjendum Húsasmiðjunnar á TikTok alvöru innblástur fyrir jólin og sýndu hvernig þeir skreyta jólatré.

Alexander og Halldór, eða Dóri eins og hann er oftast kallaður, hafa starfað í málningardeild Húsasmiðjunnar frá árinu 2017. Nýverið urðu þeir hins vegar óvænt TikTok-stjörnur þegar þeir fóru að búa til sketsa fyrir TikTok-reikning Húsasmiðjunnar. 

Sérstök fagurfræði á bak við tréð

Eins og sjá má í myndbandinu nota frændurnir ýmsar leiðir til að skreyta jólatréð og því greinilegt að miklar pælingar séu á bak við fagurfræði skreytinganna.

Þeir völdu sér gervijólatré og skreyttu það hátt og lágt með jólakúlum og jólaljósum. Svo notuðu þeir hugmyndarflugið og bættu óvæntu jólaskrauti á tréð sem flestum myndi eflaust ekki detta í hug að skreyta með.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir