Mannát virðist vera þema hjá íslenskum rithöfundum í ár, segja blaðamennirnir Árni Matthíasson og Ragnheiður Birgisdóttir. Mannakjöt eftir Magnús Jockum Pálsson er meðal þeirra bóka sem komust á blað í flokknum frumraun ársins í bókauppgjöri Morgunblaðsins í Dagmálum.
Bragi Páll Sigurðarson (sem er ranglega sagður Ólafsson í myndbandinu) skrifar um mannát í bókinni Kjöt og Bergrún Íris Sævarsdóttir og Sigmundur Breiðfjörð, Simmi, gera slíkt hið sama í barnabókinni VeikindaDagur.
„Það er eitthvað furðulegt þema í ár,“ segir Ragnheiður og Árni bætir við: „Vonandi er það gengið yfir.“
Valskan eftir Nönnu Rögnvaldardóttur var valin frumraun ársins en Mannakjöt og Taugatrjágróður eftir Aðalheiði Halldórsdóttur komust einnig á blað.
„Enginn byrjendabragur á þessari fyrstu skáldsögu,“ segir Ragnheiður um Völskuna enda er Nanna reynslumikill penni þrátt fyrir að þetta sé hennar frumraun á sviði skáldsögunnar.
Yfirlit yfir bestu bækur ársins að mati Árna og Ragnheiðar má finna hér að neðan: