Mannát er nýtt þema í ár

Mannát virðist vera þema hjá íslenskum rithöfundum í ár, segja blaðamennirnir Árni Matthíasson og Ragnheiður Birgisdóttir. Mannakjöt eftir Magnús Jockum Pálsson er meðal þeirra bóka sem komust á blað í flokknum frumraun ársins í bókauppgjöri Morgunblaðsins í Dagmálum. 

Bragi Páll Sigurðarson (sem er ranglega sagður Ólafsson í myndbandinu) skrifar um mannát í bókinni Kjöt og Bergrún Íris Sævarsdóttir og Sigmundur Breiðfjörð, Simmi, gera slíkt hið sama í barnabókinni VeikindaDagur.

„Það er eitthvað furðulegt þema í ár,“ segir Ragnheiður og Árni bætir við: „Vonandi er það gengið yfir.“

Valskan valin frumraun ársins

Valskan eftir Nönnu Rögnvaldardóttur var valin frumraun ársins en Mannakjöt og Taugatrjágróður eftir Aðalheiði Halldórsdóttur komust einnig á blað. 

„Enginn byrjendabragur á þessari fyrstu skáldsögu,“ segir Ragnheiður um Völskuna enda er Nanna reynslumikill penni þrátt fyrir að þetta sé hennar frumraun á sviði skáldsögunnar. 

Yfirlit yfir bestu bækur ársins að mati Árna og Ragnheiðar má finna hér að neðan: 

Kjöt, og mannakjöt, kemur fyrir í a.m.k. þremur bókum á …
Kjöt, og mannakjöt, kemur fyrir í a.m.k. þremur bókum á árinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að vita ekkert er betra en að vita eitthvað sem ekki stenst. Hve er sinnar gæfu smiður og enginn hefur rétt til þess að ráðskast með þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Eva Björg Ægisdóttir
4
Torill Thorup
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að vita ekkert er betra en að vita eitthvað sem ekki stenst. Hve er sinnar gæfu smiður og enginn hefur rétt til þess að ráðskast með þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Eva Björg Ægisdóttir
4
Torill Thorup
5
Torill Thorup