„Ég er kominn með sjóð af verkefnum sem eru í þróun, á borð við þetta verkefni með Apple, sem ég hef verið að þróa frá upphafi. Ætli ég sé ekki með 20 verkefni í gangi sem ég er að þróa í samstarfi við ýmsa aðila,“ segir Baltasar Kormákur Baltasarsson, eigandi RVK Studios, um verkefnastöðuna.
Rætt er við hann í Morgunblaðinu í dag um stöðu streymisveitna en Baltasar telur að umbrotaskeið fari í hönd á þeim markaði.
Það eigi ekki að koma á óvart ef Netflix hætti að framleiða efni.
„Markaðurinn þolir líka aðeins ákveðinn fjölda af streymisveitum. Sá tími er liðinn, að ég held, að fólk sé með tíu áskriftir í einu. Það eru takmörk fyrir því hvað venjulegt heimili er tilbúið að vera með margar áskriftir,“ segir Baltasar, sem kveðst aldrei hafa haft jafnmikið að gera.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.