Baltasar með 20 verkefni í gangi í kvikmyndagerð

Baltasar Kormákur.
Baltasar Kormákur. mbl.is/Arnþór

„Ég er kominn með sjóð af verkefnum sem eru í þróun, á borð við þetta verkefni með Apple, sem ég hef verið að þróa frá upphafi. Ætli ég sé ekki með 20 verkefni í gangi sem ég er að þróa í samstarfi við ýmsa aðila,“ segir Baltasar Kormákur Baltasarsson, eigandi RVK Studios, um verkefnastöðuna.

Rætt er við hann í Morgunblaðinu í dag um stöðu streymisveitna en Baltasar telur að umbrotaskeið fari í hönd á þeim markaði.

Það eigi ekki að koma á óvart ef Netflix hætti að framleiða efni.

„Markaðurinn þolir líka aðeins ákveðinn fjölda af streymisveitum. Sá tími er liðinn, að ég held, að fólk sé með tíu áskriftir í einu. Það eru takmörk fyrir því hvað venjulegt heimili er tilbúið að vera með margar áskriftir,“ segir Baltasar, sem kveðst aldrei hafa haft jafnmikið að gera. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach