Volaða land, kvikmynd Hlyns Pálmasonar, er í sjötta sæti á nýlegum lista The Guardian yfir 50 bestu kvikmyndir ársins 2023.
Þar segir: „Skálduð frásögn Hlyns Pálmasonar af dönskum presti sem sendur er til Íslands á 19. öld er stórkostleg hvað varðar samsetningu og blæbrigðaríka framsetningu á fjandskap.“
Myndirnar fimm sem skáka mynd Hlyns á listanum eru Past Lives í fyrsta sæti, Tár, Killers of the Flower Moon, 20 Days in Mariopol og The Boy and the Heron.
Volaða land er framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna í ár og er komið á stuttlista Akademíunnar. Hvort myndin hljóti tilnefningu ræðst í janúar.