Ástmaðurinn stendur fast á sínu

Letizia Spánardrottning er sögð hafa átt í ástarsambandi við mág …
Letizia Spánardrottning er sögð hafa átt í ástarsambandi við mág sinn. AFP

Jaime Del Burgo fyrrverandi mágur Letiziu drottningu Spánar gefst ekki upp og varpar frekara ljósi á samband þeirra.

Del Burgo hélt því ný­lega fram að hann hefði átt í ástar­sam­bandi við Let­iziu drottn­ingu Spán­ar en eyddi síðar færslunum á Twitter. Nú hefur hann hins vegar endurbirt allar myndir og færslur og segir að það hafi verið mistök að eyða þeim. 

Hann segir að samband þeirra hafi byrjað áður en hann kvæntist systur hennar og að þau hafi verið í sambandi eftir að hún giftist kónginum árið 2004. Hún hafi síðar ætlað að skilja við kónginn til þess að giftast sér. 

Þessar ásakanir hafa vakið þó nokkra úlfúð á Spáni og margir skilja ekki hvaða hvatir liggja að baki.

Þann 26. desember birti Del Burgo færslu á Twitter þar sem hann fór yfir tímalínu sambands þeirra og skipti sambandinu niður í fjögur tímabil: 

1. Ástarsamband frá 2002-2004.

2. Trúnaðarvinir frá 2004 - 2010.

3. Langvarandi og samfellt ástríkt samband frá 2010 - 2011.

4. Tengdafjölskylda frá 2012 - 2016.

Ástarskilaboð og baðherbergis-sjálfur

Del Burgo segir að á þriðja tímabilinu hafi hún ætlað að skilja við kónginn en að samband þeirra hafi svo endað með snöggum hætti. Máli sínu til stuðnings birtir hann sjálfu af drottningunni óléttri inni á baði og með sjal utan um sig.

Með myndinni birtir hann einnig skilaboð sem eiga að vera frá henni og segja: „Ástin. Ég er í sjalinu. Það er líkt og ég finni fyrir þér. Það verndar mig og umvefur mig öryggi. Ég tel stundirnar uns við hittumst á ný. Elska þig.“ 

Lágu saman í hengirúmi

Í annarri færslu deilir hann atburðum sem eiga að hafa átt sér stað í júlí 2010. Þá á Letizia drottning að hafa játað ást sína á honum á meðan þau lágu saman í hengirúmi í höllinni.

„Það var þetta augnablik í hengirúminu sem umbyltir lífinu. Þessa sömu nótt hélt ástarsamband okkar áfram. Ástin hafði alltaf verið til staðar alveg frá fyrstu ferð okkar saman til Feneyja árið 2002.“

„Við ferðuðumst til Cape Verde, til Grikklands og Bandaríkjanna, Englands og Frakklands alveg til loka árs 2014. Í eitt og hálft ár höfðum við það markmið að verða frjáls, leituðum ráða hjá lögfræðingum og skoðuðum hús í Flórída.“

Leituðu saman að húsnæði

„Okkur fannst New York vera besti kosturinn til þess að festa rætur. Svo kom upp sú hugmynd að fá staðgöngumóður í Los Angeles fyrir barn okkar. Svo sá ég hana kyssa Felipe í blöðunum og ég spurði hana út í það. „Ég þurfti að gera það til þess að vernda okkur.“ Ég trúði henni.“

„Ég þarf að setja ákveðinn endapunkt á langan kafla og draga ályktanir sem hjálpa okkur til að vaxa. Til þess þarf maður að gera grein fyrir eigin mistökum og annarra. Þannig lærir maður.“

„Letizia er vinstri sinnuð (hún er í hjarta sínu gegn konungsveldinu, and-kaþólsk og kommúnisti) það hefur hún alltaf verið og ég elskaði hana fyrir það.“ 

„Bæði eru þau bara áhugasöm um að viðhalda krúnunni sem Frakkar gáfu þeim fyrir þrjú hundruð árum og halda öllum þeim forréttindum sem fylgja krúnunni.“

Tímalína sambandsins:

2000 - Letizia Ortiz sem þá var fréttakona hittir Jaime del Burgo og þau fara á stefnumót.

2001 - Letizia og Felipe kóngur hittast og með þeim takast ástir. Del Burgo segist hafa á sama tíma verið að íhuga að biðja hennar.

2003 - Letizia og Felipe tilkynna trúlofun sína.

2004 - Letizia og Felipe giftast í Madrid.

2005 - Leonóra prinsessa fæðist.

2007 - Erika, systir Letiziu, deyr. Soffía prinsessa fæðist. Letizia á að hafa sent Del Burgo sjálfur og rómantísk skilaboð meðan hún var ólétt.

2010 - Þau játa hvort öðru ást sína og leita leiða til að vera saman.

2011 - Letizia hættir með honum með símtali.

2012 - Del Burgo giftist systur Letiziu, Telmu og þau flytja til New York.

2014 - Telma og Del Burgo skilja.

Filippus Spánarkonungur og Letizia drottning gengu í hjónaband árið 2004. …
Filippus Spánarkonungur og Letizia drottning gengu í hjónaband árið 2004. Þau þykja mikið ofurpar. AFP
Hjónin eiga tvær dætur saman.
Hjónin eiga tvær dætur saman. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tíminn er dýrmætur og þú hefur engan tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Staldraðu við taktu mark á þeirri rödd sem segir þér að rækta líkama og sál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tíminn er dýrmætur og þú hefur engan tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Staldraðu við taktu mark á þeirri rödd sem segir þér að rækta líkama og sál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir