Fleiri stjörnur til liðs við Dimmu

Ragnar Jónasson er einn af framleiðendum þáttanna um Huldu.
Ragnar Jónasson er einn af framleiðendum þáttanna um Huldu. Arnþór Birkisson

Fleiri stjörnur hafa bæst í hóp þeirra sem leika í sjón­varpsþáttaröðinni The Darkness sem gerð er eft­ir þríleik Ragn­ars Jónas­son­ar, Dimmu, Drunga og Mist­ur. Sænski leik­stjór­inn Lasse Hällström leik­stýr­ir þátt­un­um og tökur standa nú yfir á Íslandi.

Nú hefur leikarinn Jack Bannon bæst við leikarahópinn en hann er þekktastur fyrir leik sinn í þáttunum Pennyworth og Endeavour. Þetta kemur fram í frétt Hollywood Reporter. Aðrir leikarar eru Douglas Henshall sem þekktur er úr Shetland-þáttunum, Tora Hallström sem lék í kvikmyndinni Hilmu. Þá skarta þættirnir einnig þekktum íslenskum leikurum og má helst nefna Björn Hlyn Haraldsson, Þorstein Bachmann, Þorvald Davíð Kristjánsson, Ahd Tamimi og Árna Þór Lárusson. 

Þá hefur áður komið fram að Hollywood-stjarnan Lena Olin fer með aðalhlutverkið í þáttunum. 

„Það hefur verið ævintýri líkast að fylgjast með tökunum á Dimmu fram til þessa og sannarlega frábært að fá þessa öflugu leikara, innlenda og erlenda, í hópinn ásamt Lenu Olin og Lasse Hallström,“ segir Ragnar Jónasson rithöfundur í samtali við mbl.is. 

Þættirnir fjalla um lögreglukonuna Huldu sem rannsakar sitt síðasta mál áður en hún fer á eftirlaun, á sama tíma og hún tekst á við ýmis persónuleg áföll úr fortíðinni.

Fram­leiðslu­fyr­ir­tækið CBS-Studi­os fram­leiðir þætt­ina í sam­vinnu við True North á Íslandi. Þeir Greg Silverman og John-Paul Sarni hjá CBS eru titlaðir framleiðendur ásamt Ragnari Jónassyni. Þá eru þeir Kristinn Þórðarson og Leifur B. Dagfinnsson framleiðendur fyrir True North.

Jack Bannon sló í gegn í þáttunum Pennyworth.
Jack Bannon sló í gegn í þáttunum Pennyworth. Skjáskot/Instagram
Ragnar Jónasson og Jack Bannon á tökustað.
Ragnar Jónasson og Jack Bannon á tökustað. Skjáskot/Instagram
View this post on Instagram

A post shared by Ragnar Jonasson (@ragnarjo)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren