Engin krýningarathöfn fyrir Friðrik

Friðrik krónprins og Mary krónprinsessa fá ný hlutverk á þessu …
Friðrik krónprins og Mary krónprinsessa fá ný hlutverk á þessu ári. AFP

Engin krýningarathöfn verður haldin þegar Friðrik krónprins Danmerkur tekur við krúnunni af Margréti Þórhildi Danadrottningu þann 14. janúar. Verður hann þá kallaður Friðrik X. Danakonungur.

Opinbera kóróna Danmerkur, kóróna Kristjáns V., er aðeins notuð þegar kóngur eða drottning fellur frá og er hún þá sett á líkkistuna. Friðrik verður því ekki með kórónu.

Stutt er síðan Karl III. Bretlandskonungur var krýndur við hátíðlega athöfn í Westminster Abbey. Annar háttur er hins vegar hafður þegar valdaskipti eru í Danmörku. 

„Fyrsta danska krýningin var árið 1170 og sú síðasta árið 1840 þegar Kristján VIII. var krýndur kóngur. Hann steig svo til hliðar árið 1839 og lést 1848. Krúnan fór þá til Friðriks VII. sem var þrígiftur en átti enga erfingja,“ segir Marlene Koening sagnfræðingur í viðtali við Hello Magazine.

Kóróna Kristjáns V. er til sýnis í Rósenborgarhöll í Kaupmannahöfn. …
Kóróna Kristjáns V. er til sýnis í Rósenborgarhöll í Kaupmannahöfn. Kórónan var síðast notuð þegar Kristján VIII. var smurður til kóngs árið 1840. Nú fer engin slík athöfn fram. Kórónan er hins vegar notuð við andlát þjóðhöfðingja, hún er þá sett á líkkistuna. AFP

Breyttist þegar krúnan gekk í arf

„Í fyrstu var kóngur eða drottning kjörin eða allt fram til ársins 1660. Þá voru krýningarathafnir. Þegar fyrirkomulagið breyttist svo í að krúnan erfðist þá var engin krýningarathöfn heldur aðeins heilagri olíu borin á kóng eða drottningu. Þau komu til kirkju með kórónuna á höfði sér. Þessari athöfn var svo einnig lögð á hilluna árið 1849. Danmörk var þá orðin þingbundin konungsstjórn.“

Jens Otto Krag, forsætisráðherra Danmerkur, lýsir því yfir að Margrét …
Jens Otto Krag, forsætisráðherra Danmerkur, lýsir því yfir að Margrét Þórhildur II Danadrottning sé tekin við af svölum Kristjánsborgarhallar fyrir 52 árum. AFP

Verður ekki í sorgarklæðum

„Frá 1849 hefur forsætisráðherra tilkynnt nýjan kóng eða drottningu. Margrét var kynnt sem drottning á svölum Kristjánsborgarhallar þann 15. janúar degi eftir andlát föður hennar. Þá var hún í sorgarklæðum. Þetta verður í fyrsta sinn sem þessi háttur er hafður á vegna þess að þjóðhöfðingi er að stíga til hliðar en ekki deyja. Friðrik verður því ekki í sorgarklæðum.“

Heilsutengdir þættir hafa áhrif

„Það er ekki algengt að þjóðhöfðingi afsali sér krúnunni í Danmörku. Það var síðast árið 1146 sem það gerðist. Margrét Þórhildur drottning hafði margoft sagt í viðtölum að hún myndi ekki afsala sér krúnunni. En í ræðunni mátti greina að það hefði verið nýafstaðin aðgerð á baki sem fékk hana til þess að endurskoða þá afstöðu. Þá eru kannski aðrir heilsutengdir þættir sem við vitum ekki um sem einnig hafa áhrif á hana.“

Þegar Margrét Þórhildur giftist Hinriki prins árið 1967.
Þegar Margrét Þórhildur giftist Hinriki prins árið 1967. AFP
Margrét Þórhildur með Friðrik krónprins í fanginu árið 1968.
Margrét Þórhildur með Friðrik krónprins í fanginu árið 1968. AFP
Margrét Þórhildur krónprinsessa og Hinrik prins fagna brúðkaupi sínu.
Margrét Þórhildur krónprinsessa og Hinrik prins fagna brúðkaupi sínu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með tiltekna hugmynd á heilanum sem varðar stjórnmál eða trúmál í dag. Hvort þú ert einn, með vinum eða fyrir framan áhorfendur, ertu aldrei leiðilegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með tiltekna hugmynd á heilanum sem varðar stjórnmál eða trúmál í dag. Hvort þú ert einn, með vinum eða fyrir framan áhorfendur, ertu aldrei leiðilegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar