„Mig langar svo mikið að gifta mig“

Tónlistarmaðurinn John Mayer er hættur að vera glaumgosi og vill …
Tónlistarmaðurinn John Mayer er hættur að vera glaumgosi og vill gifta sig. Ljósmynd/Wikipedia.org

Tónlistarmaðurinn John Mayer segist vera tilbúinn að finna ástina og ganga í hjónaband, en síðasta opinbera ástarsamband hans var við söngkonuna Katy Perry á árunum 2012 til 2015. Hún er núna gift leikaranum Orlando Bloom.

„Fólk heldur að ég vilji ekki gifta mig. Ég vill klárlega gifta mig,“ sagði Mayer í væntanlegum hlaðvarpsþætti Kelly Rizzo, Comfort Food, samkvæmt vef People. „Og mig langar svo mikið að gifta mig, þó ekki væri nema fyrir konuna mína að vita í hjarta sínu: „John mun vita hvað ég á að gera“,“ bætti hann við. 

Að geta treyst á maka sinn sé það allra heitasta

Í þættinum útskýrði Mayer að það allra heitasta sé að geta treyst á maka sinn og bætti við að hann vonaðist til að framtíðareiginkona hans myndi segja: „Ef maðurinn minn væri hér myndi hann vita hvað ég ætti að gera. Hringdu í John. Hringdu í manninn minn.“ 

„Þú ert orðinn fullorðinn þegar þetta er rómantískasta fantasían þín. Þá ert þú orðinn fullorðinn einstaklingur,“ bætti hann við. 

Mayer hefur verið með nokkrum af heitustu stjörnum Hollywood, en til viðbótar við Perry hefur hann einnig verið með Taylor Swift, Jennifer Aniston, Cameron Diaz, Jessica Simpson og Kim Kardashian. 

John Mayer og Katy Perry í janúar árið 2014.
John Mayer og Katy Perry í janúar árið 2014. AFP
Actress Aniston og John Mayer í Óskarsverðlaunapartíi árið 2009.
Actress Aniston og John Mayer í Óskarsverðlaunapartíi árið 2009. DANNY MOLOSHOK
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar