Prinsinn passaði ekki í baðkarið

Andrés prins var sagður of stór fyrir baðkar.
Andrés prins var sagður of stór fyrir baðkar. AFP

Lögfræðingur Ghislaine Maxwell sagði að Andrés prins gæti ekki hafa átt samneyti með Virginiu Giuffre í baðkari, líkt og hún hélt fram, því baðkarið var of lítið. Þetta kemur fram í nýbirtum dómsskjölum um Jeffrey Epstein.

Giuffre hélt því fram árið 2001 að Andrés prins hefði sleikt tærnar hennar í baðkarinu áður en þau svo færðu sig yfir í svefnherbergið til þess að stunda kynlíf. Þá var hún 17 ára.

Philip Barden lögfræðingur Maxwell hélt því hins vegar fram árið 2017 að Giuffre væri að ljúga þar sem baðkarið í íbúð Maxwell væri of lítið fyrir mann á stærð við Andrés prins. Hann gæti varla farið í bað í því, hvað þá stundað kynlíf.

Daily Telegraph birti í kjölfarið myndir af baðkarinu en bróðir Maxwells hafði fengið kunningja sína til þess að sitja í baðkarinu til þess að fólk gæti áttað sig á stærð þess. Þar með þótti það staðfesta að baðkarið væri of lítið til þess að athafna sig í því. 

Prinsinn hefur ætíð neitað að hafa hitt Giuffre en samdi þó við hana árið 2022.

Í sömu skjölum er því haldið fram að Donald Trump hafi stundað kynlíf með mörgum konum á vegum Epstein sem og Bill Clinton og Richard Branson. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan