„Þessar upptökur eru til“

Jeffrey Epstein og Ghislaine Maxwell.
Jeffrey Epstein og Ghislaine Maxwell. AFP

Sarah Ran­some seg­ist hafa verið þvinguð til þess að draga til baka full­yrðing­ar sín­ar um upp­tök­ur um kyn­lífs­leiki valda­manna á heim­ili Ep­steins. Þetta sagði hún í viðtali við Good Morn­ing Britain en stend­ur nú við fyrri orð sín.

Ran­some seg­ist hafa dregið til baka um­mæli um upp­tök­ur því henni hafi verið hótað af Maxwell og „öðrum“.

Í viðtal­inu seg­ir hún það ekk­ert leynd­ar­mál að gerðar hafi verið upp­tök­ur.

„Þess­ar upp­tök­ur eru til. Fólkið sem veit um þær er ör­ugg­lega mjög hrætt um að þær kom­ist í dreif­ingu,“ sagði Ran­some.

Aðspurð um fald­ar mynda­vél­ar á eyju Ep­steins sagði Ran­some að það hafi ekki verið neitt leynd­ar­mál að allt var tekið upp. Á heim­il­um hans voru rán­dýr­ar eft­ir­lits­mynda­vél­ar.

„Mörg fórn­ar­lömb hafa komið fram og staðfest frá­sögn mína og annarra. Ég hef einnig horft á mynd­skeiðin á skrif­stof­unni hans. Þegar ég var hjá Ep­stein þá var ég reglu­lega minnt á hvað myndi ger­ast fyr­ir mig og fjöl­skyldu mína ef ég myndi ein­hvern tím­ann stíga fram.“ 

Nú seg­ist Ran­some vera reiðubú­in til þess að bera vitni fyr­ir dóm­stól­um um það sem hún sá úr eft­ir­lits­mynda­vél­um, valda­mikla karl­menn að hafa kyn­mök við aðrar stelp­ur. 

Þá er banda­ríska al­rík­is­lög­regl­an und­ir þrýst­ingi að birta all­ar ljós­mynd­ir sem tekn­ar voru af sönn­un­ar­gögn­um sem fund­ust við hús­leit á heim­il­um Ep­steins á sín­um tíma.

Í nýbirt­um skjöl­um um Ep­stein kem­ur fram að lög­fræðiteymi Jef­frey Ep­stein hafi reynt að grafa und­an áreiðan­leika Söruh Ran­some, þar sem Ran­some hafi á ein­um tíma­punkti full­yrt að hún ætti þess­ar upp­tök­ur en svo seinna meir dregið þá staðhæf­ingu til baka. Lög­fræðing­ar Ep­steins sögðu að þetta sýndi fram á að Ran­some skorti trú­verðug­leika.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Um sinn skaltu varast að beina athyglinni að þér, nema þú sért með það á tæru hvernig þú ætlar að taka á hlutunum. Gættu þess að bregðast ekki of hart við.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Um sinn skaltu varast að beina athyglinni að þér, nema þú sért með það á tæru hvernig þú ætlar að taka á hlutunum. Gættu þess að bregðast ekki of hart við.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant