Færri komust að en vildu

Mikil stemning var í Grósku hugmyndahúsi.
Mikil stemning var í Grósku hugmyndahúsi. Samsett mynd

Mikil nýársgleði ríkti í Grósku hugmyndahúsi dagana 5. og 6. janúar síðastliðinn á viðburðinum Þráðaþon, sem KLAK – Icelandic Startups stóð fyrir í samstarfi við Hringrásarklasann og Textílmiðstöðina með stuðningi frá Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytinu. Hugmyndahúsið var fullt út úr dyrum, en 900 frumkvöðlar innan textílgeirans sýndu nýsköpunarviðburðinum áhuga, en aðeins 60 þátttakendur komust að. 

Landspítalinn, 66°Norður, Dive og Sorpa kynntu þær áskoranir sem fyrirtækin stóðu frammi fyrir varðandi sóun textíls og kölluðu eftir lausnum við þeim og lögðu þátttendur fram ýmsar tillögur til úrbóta. 

„Hugmyndasmiðjur eru frábær leið til að kalla fram hugmyndir“

Aðsóknin var langt fram úr væntingum en skráðir þátttakendur fengu tækifæri til að efla sig í að koma spánýjum hugmyndum í framkvæmd og vinna gagngert að því að gera að veruleika, móta glærukynnningu og kynna fyrir dómurum. 

„Við hjá KLAK – Icelandic Startups leggjum okkur fram við að vera leiðandi afl í grasrót frumkvöðlasamfélagsins og hugmyndasmiðjur eins og Þráðaþon eru frábær leið til að kalla fram spennandi nýsköpunarhugmyndir sem leysa áskoranir samtímans. Það var mikill áhugi á þessum viðburði og þau 60 sæti sem í boði voru fylltust strax. 

Það er ljóst að sóun textíls er frumkvöðlum hugleikin. Það var líka gleðilegt að heyra að mörg þeirra sem bjuggu til teymi í kringum lausn hafa hug á að taka þátt í Gullegginu, stærstu frumkvöðlakeppni Íslands og flaggskipi KLAK – Icelandic Startups. Það voru líka nokkur teymi sem hafa áhuga á að sækja sæti í Hringiðuhraðlinum sem er einnig í umsjón KLAK og byggir á hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins og er því bein tenging við Þráðaþonið,“ segir Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri KLAK - Icelandic Startups.  

„Nýsköpun er nauðsynleg til að taka á vandanum“

„Textíll er einn af þeim stóru úrgangsstraumum sem eiga sér fáa eða lélega endurvinnslufarvegi svo nýsköpun er nauðsynleg til að taka á vandanum. Það var gaman að sjá hvað lausnirnar voru margbreytilegar, gátu stutt við það að minnka magn af textíl sem fer inn í kerfið, hægt á honum í kerfinu með lengingu líftíma og vitundavakningu auk þess að fram komu lausnir sem að endingu taka það sem annars hefði orðið úrgangur og breyta í gagnlega vöru,“ segir Þorbjörg Sandra Bakke verkefnastjóri Hringrásarklasans.

Dómnefnd fór ítarlega yfir allar þær lausnir sem kynntar voru, en að lokum var það teymið hjá Flöff textílendurvinnsu sem hneppti fyrsta sætið. Þau fengu meðal annars 200.000 króna peningagjöf, gjafabréf í Góða hirðinn, fimm daga gistingu og aðstöðu hjá Textílmiðstöðinni á Blönduósi og veglega hönnun eftir Einar Guðmundsson úr Góða hirðinum.

Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri KLAK og Þorbjörg Sandra Bakke teymisstjóri …
Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri KLAK og Þorbjörg Sandra Bakke teymisstjóri hjá Hringrásarklasanum. Ljósmynd/Eygló Gísladóttir
Flöff textílendurvinnsluteymið stóð uppi sem sigurvegari Þráðaþonsins.
Flöff textílendurvinnsluteymið stóð uppi sem sigurvegari Þráðaþonsins. Ljósmynd/Eygló Gísladóttir
Linn Miriam Gjeruldsen.
Linn Miriam Gjeruldsen. Ljósmynd/Eygló Gísladóttir
Þátttakendur voru sáttir með Þráðaþonið.
Þátttakendur voru sáttir með Þráðaþonið. Ljósmynd/Eygló Gísladóttir
Hugmyndir flæddu um hugmyndahúsið.
Hugmyndir flæddu um hugmyndahúsið. Ljósmynd/Eygló Gísladóttir
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Kraftaverk geta vel orðið í peningamálum ef þú hefur trú, áætlun og fjármálasnilling þér til fulltingis. Sanngirni er sanngirni, burtséð frá tilefninu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Kraftaverk geta vel orðið í peningamálum ef þú hefur trú, áætlun og fjármálasnilling þér til fulltingis. Sanngirni er sanngirni, burtséð frá tilefninu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sofia Rutbäck Eriksson