Partíprinsinn verður kóngur

Friðrik prins tekur brátt við sem kóngur Danmerkur.
Friðrik prins tekur brátt við sem kóngur Danmerkur. AFP

Friðrik krónprins af Danmörku verður kóngur næstkomandi sunnudag þegar Margrét Þórhildur Danadrottning lætur af völdum.

Áherslumál og persónuleiki Friðriks þykja í takt við þá afslöppuðu og frjálslyndu ímynd Danmerkur og er hann vinsæll meðal almennings. Hann brennur til dæmis fyrir loftslagsmálum og leggur áherslu á að konungsveldið þróist í takt við áherslur nútímans. Nýleg könnun sýnir að um 80% Dana styðja hann sem kóng. 

„Þegar tíminn kemur þá mun ég stýra fleyinu,“ sagði Friðrik krónprins við valdaafmæli drottningar árið 2022. 

Var talinn spilltur partíprins

„Þegar hann var ungur þá fannst honum fjölmiðlaathyglin óþægileg sem og vitneskjan um að hann ætti að verða kóngur,“ segir Gitte Redder, sérfræðingur í dönsku konungsfjölskyldunni, í viðtali við AFP.

„Það var ekki fyrr en um á þrítugsaldri sem hann fór að öðlast meira sjálfstraust.“

Friðrik er sagður hafa verið einmana unglingur og honum fannst hann vanræktur af foreldrum sínum sem voru önnum kafnir við konungleg skyldustörf. Hann leitaði því á náðir skemmtanahalds, hraðskreiðra bíla og átti í samböndum við söngkonur og fyrirsætur. Hann var almennt talinn spilltur partíprins.

Sú ímynd átti þó eftir að breytast þegar hann útskrifaðist úr háskóla en hann var sá fyrsti innan dönsku konungsfjölskyldunnar að ljúka háskólanámi. Þá þótti tími hans hjá danska hernum einnig þroskandi fyrir prinsinn en þar hlaut hann gælunafnið Pingo (mörgæs) og var einn af þeim fjórum sem náði öllum prófum af 300 nýliðum árið 1995. 

Friðrik prins og Margrét Þórhildur Danadrottning.
Friðrik prins og Margrét Þórhildur Danadrottning. AFP

Er viðkunnanlegur og aðgengilegur

„Hann er mikill íþróttamaður og mætir á tónleika og fótboltaleiki. Þetta gerir hann viðkunnanlegan og aðgengilegri en móður hans,“ segir Redder. 

„Ég vil ekki læsa mig inni í virki. Ég vil vera ég sjálfur, manneskja,“ sagði prinsinn eitt sinn og ítrekaði að það myndi hann gera einnig sem kóngur. 

Boða enga byltingu

Friðrik kynntist konu sinni Mary Donaldson, áströlskum lögfræðingi, á bar í Sydney þegar Ólympíuleikarnir voru þar haldnir árið 2000. 

Þau hafa lagt sig fram um að veita börnunum sínum eins eðlilega æsku og mögulegt er. Elsti sonur þeirra, Kristján, var sá fyrsti í dönsku konungsfjölskyldunni að fara í leikskóla.

Það ríkir nútímalegur blær yfir hjónunum. „Þau elska popptónlist, nútímalist og íþróttir,“ segir Redder. „Þau boða enga byltingu heldur bara einbeita sér að því að konungsveldið þróist í takt við tímann.“

Hjónin eru afar vinsæl meðal almennings í Danmörku.
Hjónin eru afar vinsæl meðal almennings í Danmörku. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með tiltekna hugmynd á heilanum sem varðar stjórnmál eða trúmál í dag. Hvort þú ert einn, með vinum eða fyrir framan áhorfendur, ertu aldrei leiðilegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með tiltekna hugmynd á heilanum sem varðar stjórnmál eða trúmál í dag. Hvort þú ert einn, með vinum eða fyrir framan áhorfendur, ertu aldrei leiðilegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar