Sjáðu Aron Pálmarsson í gegnum árin

Aron Pálmarsson er einn sigursælasti handboltamaður landsins!
Aron Pálmarsson er einn sigursælasti handboltamaður landsins! Samsett mynd

Aron Pálmarsson er einn sigursælasti handboltamaður landsins og á glæstan feril að baki. Hann hefur leikið með stórliðum erlendis, verið lykilmaður í íslenska karlalandsliðinu í handbolta og unnið marga titla í gegnum árin. 

Aron er staddur í Þýskalandi ásamt íslenska karlalandsliðinu um þessar mundir þar sem Evrópumót karla í handbolta fer fram. 

Aron er uppalinn í Kaplakrika í Hafnarfirði og lék alla yngri flokkana með FH. Árið 2006 lék hann sinn fyrsta meistaraflokksleik með liðinu, þá aðeins 16 ára gamall. Aron spilaði sinn fyrsta landsleik í október árið 2008 sem fór fram í Laugardalshöll, en þá mætti liðið Belgíu og skoraði Aron tvö mörk í leiknum. 

Aron í leik FH á móti Víking í mars árið …
Aron í leik FH á móti Víking í mars árið 2008. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Aron og Logi Geirsson í undirbúningi fyrir leik íslenska landsliðsins …
Aron og Logi Geirsson í undirbúningi fyrir leik íslenska landsliðsins á móti Portúgal árið 2010. Golli/Kjartan Þorbjörnsson

18 ára í atvinnumennsku

Sumarið 2009 fór Aron út í atvinnumennsku, þá 18 ára gamall, og gekk til liðs við Kiel í Þýskalandi. Ári síðar fór Aron á sitt fyrsta stórmót, EM í Austurríki, þar sem liðið vann til bronsverðlauna. 

Aron Pálmarsson í treyju Kiel árið 2017.
Aron Pálmarsson í treyju Kiel árið 2017. AFP

Aron var í stóru hlutverki hjá landsliðinu á Ólympíuleikunum í Lundúnum sumarið 2012, en þá hafnaði Ísland í 5. sæti eftir tap gegn Ungverjalandi í 8-liða úrslitum. Sama ár var Aron útnefndur íþróttamaður ársins af samtökum íþróttafréttamanna, en hann var einnig handknattleiksmaður ársins árin 2016, 2019 og 2020. 

Aron Pálmarsson var valinn íþróttamaður ársins árið 2012.
Aron Pálmarsson var valinn íþróttamaður ársins árið 2012. mbl.is/Ómar

Frá Þýskalandi til Ungverjalands

Eftir að hafa spilað með Kiel í sex ár flutti Aron sig til Vezsprém í Ungverjalandi sumarið 2015. Árið 2017 gekk Aron svo til liðs við Barcelona á Spáni og lék með þeim til ársins 2021 þegar hann flutti til Danmerkur til að spila með Álaborg. 

Í desember 2022 skrifaði Aron undir þriggja ára samning við handknattleiksdeild FH eftir 14 ár í atvinnumennsku.  

Aron Pálmarsson lék með Vezsprém í Ungverjalandi á árunum 2015 …
Aron Pálmarsson lék með Vezsprém í Ungverjalandi á árunum 2015 til 2017. Ljósmynd/Veszprém
Aron Pálmarsson á fyrstu æfingu sinni með Barcelona.
Aron Pálmarsson á fyrstu æfingu sinni með Barcelona. Ljósmynd/Victor Salgado
Aron Pálmarsson í leik með Álaborg árið 2021.
Aron Pálmarsson í leik með Álaborg árið 2021. Ljósmynd/Aalborg
Aron Pálmarsson í treyju FH.
Aron Pálmarsson í treyju FH. Ljósmynd/FH
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leggðu þig fram við að gera drauma þína að veruleika. Ekki dæma fólk af útlitinu einu saman.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Ragnheiður Jónsdóttir
4
Colleen Hoover
5
Snæbjörn Arngrímsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leggðu þig fram við að gera drauma þína að veruleika. Ekki dæma fólk af útlitinu einu saman.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Ragnheiður Jónsdóttir
4
Colleen Hoover
5
Snæbjörn Arngrímsson