Fjölgar í hópi EGOT-verðlaunahafa

​Elton John hefur engu gleymt.
​Elton John hefur engu gleymt. AFP/Ethan Miller

Breski fjöllistamaðurinn Elton John varð í gærkvöldi 19. manneskjan til að öðlast EGOT þegar hann hlaut Emmy-verðlaun fyrir lokatónleika sína, Elton John Live: Farewell From Dodger Stadium. 

EGOT-verðlaunahafar eru þeir sem hafa hlotið stærstu verðlaun í Hollywood, það eru, Emmy-, Grammy-, Tony-, og Óskarsverðlaun. 

Sjálfur var John ekki viðstaddur þegar stöllurnar Tina Fey og Amy Poehler tilkynntu hann sem sigurvegara, en leikstjóri og framleiðandi verkefnisins, Ben Winston, tók á móti verðlaununum fyrir hans hönd. Samkvæmt Winston þá er tónlistarmaðurinn að jafna sig eftir skurðaðgerð á hné. 

John hefur tvívegis unnið til Óskarsverðlauna fyrir besta lagið. Árið 1994 hlaut hann verðlaunin fyrir lagið Can You Feel the Love Tonight úr teiknimyndinni Lion King og árið 2019 fyrir (I'm Gonna) Love Me Again úr kvikmyndinni Rocketman, sem fjallaði um líf söngvarans. Leikarinn Taron Egerton fór með hlutverk John í kvikmyndinni. 

Tónlistarmaðurinn hefur unnið til sex Grammy-verðlauna á ferli sínum og hlotið 34 tilnefningar. John vann Tony-verðlaun árið 2000 fyrir tónlist í söngleiknum Aidu. 

Á meðal annarra EGOT-verðlaunahafa eru Rita Moreno, Andrew Lloyd Webber, John Legend og Jennifer Hudson. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup