Yfir sig ástfangnar á 81 árs afmælinu

Sarah Paulson og Holland Taylor.
Sarah Paulson og Holland Taylor. Skjáskot Daily Mail

Leikkonan Holland Taylor, sem margir þekkja úr sjónvarpsþáttunum Two and a Half Men og gamanmyndinni Legally Blonde, varð 81 árs gömul á sunnudag. Taylor fékk dásamlega afmæliskveðju frá sambýliskonu sinni til átta ára, leikkonunni Söruh Paulson, en sú birti skemmtilegt myndskeið á Instagram sem sýndi sögu parsins í gegnum árin. 

„Síminn minn útbjó þetta. Og mér líkar það. Til hamingju með afmælið, ástin mín eina sanna. Þú ert einfaldlega heimurinn minn allur. Ég elska þig Holland Taylor,“ skrifaði Paulson meðal annars við færsluna. 

Þegar Taylor og Paulson opinberuðu samband sitt árið 2015 vakti það heilmikla athygli en tæp 32 ár eru á milli parsins. Paulson fagnaði 49 ára afmæli sínu í desember.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tíminn er dýrmætur og þú hefur engan tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Staldraðu við taktu mark á þeirri rödd sem segir þér að rækta líkama og sál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tíminn er dýrmætur og þú hefur engan tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Staldraðu við taktu mark á þeirri rödd sem segir þér að rækta líkama og sál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir