Katrín prinsessa af Wales gekkst undir kviðarholsaðgerð á einkaspítala í Lundúnum í gærdag. Tilkynning barst frá höllinni í dag, en þar kemur fram að aðgerðin hafi heppnast vel og að Katrín muni dvelja á spítala næstu 10 til 14 dagana.
Prinsessan af Wales mun hefja konunglegar embættisskyldur sínar á ný eftir páska.
View this post on InstagramA post shared by The Prince And Princess Of Wales 🌻 (@kensingtonroyalss)