Karl konungur fer á spítala

Karl konungur þarf á læknismeðferð að halda.
Karl konungur þarf á læknismeðferð að halda. AFP

Karl Bretakonungur mun gangast undir aðgerð í næstu viku vegna stækkunar á blöðruhálskirtli. Um er ræða góðkynja stækkun að því fram kemur á vef BBC.

Kvillinn er ekki óalgengur hjá mönnum sem eru 50 ára og eldri. Karl sem er 75 ára var formlega krýndur konungur í fyrra. Hann mun þurfa að taka sér stutt leyfi frá störfum eftir aðgerðina. 

Fjallað er um stækkun á blöðruhálskirtli á vef Krabbameinsfélagsins. 

„Nokkuð algengt er að frumurnar í kirtlinum stækki hjá eldri mönnum og getur það haft þær afleiðingar að kirtillinn þrengir að þvagrásinni með tilheyrandi einkennum. Þessi einkenni eru oft þau sömu og einkenni blöðruhálskirtilskrabbameins en góðkynja stækkun á blöðruhálskirtli er mun algengari sjúkdómur og tengist ekki krabbameini. Bólga í blöðruhálskirtli eða sýking getur einnig valdið svipuðum einkennum,“ segir á vef Krabbameinsfélagsins. 

Greint var frá ástandi Karls aðeins stuttu eftir að greint var frá því að Katrín prinsessa hefði farið í aðgerð á kviðarholi. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup