Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva hafa greint frá því að Ísrael fær að taka þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem haldin verður í Malmö í Svíþjóð í vor. Yfirlýsing var birt á vef SVT fyrr í dag.
Sænska ríkisútvarpið hefur eftir EBU (European Broadcasting Union) að ísraelska ríkisútvarpið uppfylli öll þau skilyrði til þátttöku í keppninni og að hún sé á milli sjónvarpsstöðva sem eigi aðild að samtökunum.
Þátttökuréttur Ísrael hefur verið mikið gagnrýndur í ljósi átakanna sem nú ríkja á Gasa, en Rússlandi var meinuð þátttaka eftir innrás sína í Úkraínu.
Íraelska sjónvarpið hefur verið þátttakandi í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í 50 ár og staðið upp sem sigurvegari fjórum sinnum.