Ísrael meðal þátttakenda í Eurovision

Netta Barzilai frá Ísrael sigraði Eurovision árið 2018.
Netta Barzilai frá Ísrael sigraði Eurovision árið 2018. AFP

Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva hafa greint frá því að Ísrael fær að taka þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem haldin verður í Malmö í Svíþjóð í vor. Yfirlýsing var birt á vef SVT fyrr í dag. 

Sænska ríkisútvarpið hefur eftir EBU (European Broadcasting Union) að ísraelska ríkisútvarpið uppfylli öll þau skilyrði til þátttöku í keppninni og að hún sé á milli sjónvarpsstöðva sem eigi aðild að samtökunum. 

Þátttökuréttur Ísrael hefur verið mikið gagnrýndur í ljósi átakanna sem nú ríkja á Gasa, en Rússlandi var meinuð þátttaka eftir innrás sína í Úkraínu. 

Íraelska sjónvarpið hefur verið þátttakandi í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í 50 ár og staðið upp sem sigurvegari fjórum sinnum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup