Baldwin aftur ákærður fyrir manndráp af gáleysi

Alec Baldwin hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi.
Alec Baldwin hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi. AFP

Bandaríski leikarinn Alec Baldwin hefur enn á ný verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Baldwin á yfir höfði sér ákæru í New Mexico-ríki fyrir voðaskot sem hljóp úr byssu við kvikmyndatöku á myndinni Rust. 

Tökumaðurinn Haylina Hutchins beið bana af voðaskotinu sem varð í október árið 2021.

New York Times greinir frá.

Fengi í mesta lagi 18 mánaða dóm

Ár er síðan Baldwin var fyrst ákærður fyrir manndráp en málið var látið niður falla í apríl. Nýtt teymi saksóknara, Kari T. Morissey og Jason J. Lewis, ákvað að bera málið undir kviðdóm sem hefur nú ákært Baldwin. Í New Mexico-ríki varðar brotið allt að 18 mánaða fangelsi.

Lögmenn Baldwin sögðust í tilkynningu hlakka til að mæta fyrir rétt. Byggir leikarinn á því að honum hafi verið sagt að byssan hafi ekki verið hlaðin auk þess sem hann hefði ekki togað í gikk byssunnar.

Rannsókn á lífssýnum staðfesti þó að hann hafi togað í gikkinn og olli það því að málið var aftur tekið upp.

Réttarhöldin hefjast á fimmtudag

Tólf manna kviðdómur verður kallaður fyrir dóm í New Mexico-ríki á fimmtudag. Að minnsta kosti átta kviðdómendur þurftu að fallast á að málið teldist hæft til ákæru.

Baldwin er ákærður í tveimur liðum en getur aðeins verið sakfelldur fyrir einn þeirra. Annar ákæruliðurinn snýr að manndrápi af stórkostlegu gáleysi en hinn snýr að ótilhlýðilegri meðferð skotvopna. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar