Fagnaði afmæli sínu með gríngosum Hollywood

Jim Carrey kann að fagna með stæl.
Jim Carrey kann að fagna með stæl. Skjáskot/IMDb

Helstu spaugarar Hollywood fögnuðu 62 ára afmæli stórleikarans Jim Carrey á miðvikudag. Góðvinur Carrey, leikarinn David Spade, birti mynd á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem hann óskaði afmælisbarninu til hamingju með daginn, en myndin sýnir Spade ásamt skælbrosandi Carrey og Adam Sandler. 

„Til hamingju með afmælið Jim Carrey, maðurinn sem hefur komið mér til að hlæja, innan vallar sem utan, svo oft,“ skrifaði Spade meðal annars við myndina af þeim félögum.

View this post on Instagram

A post shared by David Spade (@davidspade)

Grínistinn Jeff Ross birti einnig myndaseríu úr afmælisveislunni og staðfestu myndirnar að ótal goðsagnir úr grínheiminum voru á svæðinu til að fagna Carrey. Ásamt Spade og Sandler mátti einnig sjá Craig Robinson, Bill Burr, Jimmy Kimmel, Seth Green og fleiri. 

„Síðasta kvöldmáltíðin! Til hamingju með afmælið Jim Carrey! Við elskum þig!“ skrifaði Ross við færsluna. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup