Diljá Péturs í nýrri leikinni íslenskri þáttaröð

Diljá Pétursdóttir söngkona varð landsfræg í fyrra þegar hún keppti í Eurovision. Nú leikur hún aðalhlutverk í Gestum, nýrri íslenskri þáttaröð sem sýnd verður í Sjónvarpi Símans Premium. Ásgeir Sigurðsson leikur á móti henni en fyrsti þáttur fer í loftið 14. febrúar.  

Gestir fjalla um Adam og Eydísi sem eru ungt fólk á krossgötum. Þau kynnast í gegnum stefnumótaforrit og þegar þau vakna daginn eftir fyrstu kynni kemur í ljós að þau hafa víxlast á líkömum. Saman þurfa þau að hjálpast að og finna leiðir til að verða aftur þau sjálf áður en það verður um seinan.

Þættirnir snerta á viðfangsefnum sem hafa verið í brennidepli í samfélaginu eins og kynjahlutverkum, tækni, samskiptum kynjanna og andlegri líðan og gefa yngri kynslóðinni rödd í sjónvarpi og sýna að það er í lagi að vera týndur um skeið og að vera ekki búinn að finna sína hillu í lífinu eins og aðalsöguhetjurnar ganga í gegnum.

„Það er alltaf spennandi að gefa verkefnum frá upprennandi framleiðslufyrirtækjum tækifæri líkt og með LJÓS Films. Hér er á ferðinni ungt og upprennandi fólk sem er stútfullt af hugmyndum og sköpunarkrafti sem vonandi talar beint til Z kynslóðarinnar,“ segir Birkir Ágústsson dagskrárstjóri innlendrar dagskrárgerðar hjá Símanum.

Gestir byggja á „body switch comedy“ þema líkt og mörg þekkja úr kvikmyndinni Freaky Friday og fleirum þar sem aðalpersónur víxlast á líkömum.

Diljá Pétursdóttir fer með hlutverk í Gestum.
Diljá Pétursdóttir fer með hlutverk í Gestum. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Ásgeir Sigurðsson og Diljá Pétursdóttir.
Ásgeir Sigurðsson og Diljá Pétursdóttir. Ljósmynd/Ásgeir Sigurðsson
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup