Hafdís sendi Kleina hjartnæma afmæliskveðju

Hafdís Björg Kristjánsdóttir og Kristján Einar Sigurbjörnsson kynntust fyrst í …
Hafdís Björg Kristjánsdóttir og Kristján Einar Sigurbjörnsson kynntust fyrst í World Class fyrir nokkrum árum. mbl.is/Arnþór Birkisson

Hafdís Björg Kristjánsdóttir einkaþjálfari fer ekki leynt með ást sína til Kristjáns Einars Sigurbjörnssonar, betur þekktur sem Kleini, í hjartnæmri afmæliskveðju sem hún birti á Instagram-reikningi sínum um helgina. 

Kristján varð 26 ára þann 20. janúar síðastliðinn, en í tilefni dagsins birti Hafdís fallega færslu:

„Þá á yndislegi, fallegi og skemmtilegi kallinn minn afmæli. Er svo þakklát fyrir að eitt lítið knús varð til þess að þú varðst minn. Að fylgjast með þér tækla allt sem þú tekur þér fyrir hendur er virkilega hvetjandi og gerir mig svo stolta að vera konan þín!

Við strákarnir erum svo heppin að eiga þig að! Þolinmæðin, ástin og öryggið sem þú hefur gefið mér og strákunum er ekki sjálfgefið og munum við hiklaust halda áfram að halda þér á tánum og reyna á þessa endalausu þolinmæði sem að enginn skilur hvaðan kemur. Því þú ert nú ekki þekktur fyrir mikla þolinmæði en sama hvað við reynum á þá hefur þú ekki haggast þegar að það kemur að okkur.

Ég elska þig endalaust og hlakka til að eyða ævinni þér við hlið og skapa fallegar minningar með þér og börnunum okkar.“

View this post on Instagram

A post shared by Hafdís Björg (@hafdisbk)

Fóru bæði í samfélagsmiðlapásu

Í mars 2023 greindi Smartland frá því að Kristján og Hafdís væru nýtt par og í ágúst að þau væru trúlofuð. Þau voru áberandi á samfélagsmiðlum fyrstu mánuði sambandsins eða þar til Kristján tilkynnti að hann ætlaði í samfélagsmiðlapásu til að ná markmiðum sínum. 

Stuttu síðar fetaði Hafdís í fótspor Kristjáns og tók sér líka samfélagsmiðlapásu en þó ekki jafn lengi og Kristján sem stefndi á að vera í burtu frá öllum miðlum í sex til tólf mánuði. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar