Oppenheimer hlaut flestar tilnefningar

Cillian Murphy var tilnefndur sem besti leikarinn fyrir hlutverk sitt …
Cillian Murphy var tilnefndur sem besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í Oppenheimer. AFP

Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna 2024 voru tilkynntar rétt í þessu. Kvikmyndin Oppenheimer í leikstjórn Christopher Nolan hlaut flestar tilnefningar eða alls 13 talsins.

Óskarsverðlaunahátíðin verður haldin þann 10. mars næstkomandi í 96. skipti. Kynnir hátíðarinnar verður spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel og verður þetta fjórða skipti hans sem kynnir á hátíðinni. 

Túlkun Cillian Murphy á J. Robert Oppenheimer tilnefnd

Kvikmyndin Poor Things hlaut næstflestar tilnefningar, eða 11 talsins, og var hún ásamt Oppenheimer tilnefnd sem besta kvikmyndin. Myndirnar American Finction, Anatomy of a Fall, Barbie, The Holdovers, Killers of the Flower Moon, Maestro, Past Lives og Zone of Interest hlutu einnig tilnefningu í þeim flokki. 

Þá var Cillian Murphy tilnefndur sem besti leikarinn í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í Oppenheimer. Í sama flokki voru Bradley Cooper (Maestro), Colman Domingo (Rustin), Paul Giamatti (The Holdovers) og Jeffrey Wright (American Fiction) einnig tilnefndir. 

Emma Stone hlaut tilnefningu sem besta leikkonan í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í Poor Things, en þær Lily Bening (Nyad), Lily Gladstone (Killers of the Flower Moon), Sandra Hüller (Anatomy of a Fall) og Carey Mulligan (Maestro) hlutu einnig tilnefningu í sama flokki.

Leikkonan Emma Stone hlaut tilnefningu sem besta leikkonan í aðalhlutverki.
Leikkonan Emma Stone hlaut tilnefningu sem besta leikkonan í aðalhlutverki. AFP

Barbie með tvær tilnefningar í flokki aukaleikara

Ryan Gosling var tilnefndur sem besti leikarinn í aukahlutverki í kvikmyndinni Barbie og America Ferrera sem besta leikkona í aukahlutverki í sömu mynd. Einnig voru Sterling K. Brown (American Fiction), robert De Niro (Killers of the Flower Moon), Robert Downey Jr. (Oppenheimer) og Mark Ruffalo (Poor Things) tilnefndir sem bestu leikarar í aukahlutverki. 

Auk Ferrera voru Emily Blunt (Oppenheimer), Danielle Brooks (The Color Purple), Jodie Foster (Nyad) og Da'Vine Joy Randolph (The Holdovers) tilnefndar sem besta leikkona í aukahlutverki. 

Leikarinn Ryan Gosling var tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki.
Leikarinn Ryan Gosling var tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki. AFP

Leikstjóri Barbie ekki tilnefnd

Cristopher Nolan var tilnefndur sem besti leikstjórinn fyrir kvikmyndina Oppenheimer. Í sama flokki voru Justine Tiret (Anatomy of a Fall), Martin Scorsese (Killers of the Flower Moon), Yorgos Lanthimos (Poor Things) og Jonathan Glazer (The Zone of Interest) einnig tilnefnd. 

Volaða Land, kvikmynd Hlyns Pálmasonar, átti möguleika á að vera tilnefnd í flokki alþjóðlegra kvikmynda en hlaut ekki tilnefningu í ár. Í desember síðastliðnum komst hún á stuttlista akademíunnar ásamt 14 öðrum kvikmyndum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka