Oppenheimer hlaut flestar tilnefningar

Cillian Murphy var tilnefndur sem besti leikarinn fyrir hlutverk sitt …
Cillian Murphy var tilnefndur sem besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í Oppenheimer. AFP

Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna 2024 voru tilkynntar rétt í þessu. Kvikmyndin Oppenheimer í leikstjórn Christopher Nolan hlaut flestar tilnefningar eða alls 13 talsins.

Óskarsverðlaunahátíðin verður haldin þann 10. mars næstkomandi í 96. skipti. Kynnir hátíðarinnar verður spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel og verður þetta fjórða skipti hans sem kynnir á hátíðinni. 

Túlkun Cillian Murphy á J. Robert Oppenheimer tilnefnd

Kvikmyndin Poor Things hlaut næstflestar tilnefningar, eða 11 talsins, og var hún ásamt Oppenheimer tilnefnd sem besta kvikmyndin. Myndirnar American Finction, Anatomy of a Fall, Barbie, The Holdovers, Killers of the Flower Moon, Maestro, Past Lives og Zone of Interest hlutu einnig tilnefningu í þeim flokki. 

Þá var Cillian Murphy tilnefndur sem besti leikarinn í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í Oppenheimer. Í sama flokki voru Bradley Cooper (Maestro), Colman Domingo (Rustin), Paul Giamatti (The Holdovers) og Jeffrey Wright (American Fiction) einnig tilnefndir. 

Emma Stone hlaut tilnefningu sem besta leikkonan í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í Poor Things, en þær Lily Bening (Nyad), Lily Gladstone (Killers of the Flower Moon), Sandra Hüller (Anatomy of a Fall) og Carey Mulligan (Maestro) hlutu einnig tilnefningu í sama flokki.

Leikkonan Emma Stone hlaut tilnefningu sem besta leikkonan í aðalhlutverki.
Leikkonan Emma Stone hlaut tilnefningu sem besta leikkonan í aðalhlutverki. AFP

Barbie með tvær tilnefningar í flokki aukaleikara

Ryan Gosling var tilnefndur sem besti leikarinn í aukahlutverki í kvikmyndinni Barbie og America Ferrera sem besta leikkona í aukahlutverki í sömu mynd. Einnig voru Sterling K. Brown (American Fiction), robert De Niro (Killers of the Flower Moon), Robert Downey Jr. (Oppenheimer) og Mark Ruffalo (Poor Things) tilnefndir sem bestu leikarar í aukahlutverki. 

Auk Ferrera voru Emily Blunt (Oppenheimer), Danielle Brooks (The Color Purple), Jodie Foster (Nyad) og Da'Vine Joy Randolph (The Holdovers) tilnefndar sem besta leikkona í aukahlutverki. 

Leikarinn Ryan Gosling var tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki.
Leikarinn Ryan Gosling var tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki. AFP

Leikstjóri Barbie ekki tilnefnd

Cristopher Nolan var tilnefndur sem besti leikstjórinn fyrir kvikmyndina Oppenheimer. Í sama flokki voru Justine Tiret (Anatomy of a Fall), Martin Scorsese (Killers of the Flower Moon), Yorgos Lanthimos (Poor Things) og Jonathan Glazer (The Zone of Interest) einnig tilnefnd. 

Volaða Land, kvikmynd Hlyns Pálmasonar, átti möguleika á að vera tilnefnd í flokki alþjóðlegra kvikmynda en hlaut ekki tilnefningu í ár. Í desember síðastliðnum komst hún á stuttlista akademíunnar ásamt 14 öðrum kvikmyndum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir