Oppenheimer hlaut flestar tilnefningar

Cillian Murphy var tilnefndur sem besti leikarinn fyrir hlutverk sitt …
Cillian Murphy var tilnefndur sem besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í Oppenheimer. AFP

Til­nefn­ing­ar til Óskar­sverðlaun­anna 2024 voru til­kynnt­ar rétt í þessu. Kvik­mynd­in Opp­en­heimer í leik­stjórn Christoph­er Nol­an hlaut flest­ar til­nefn­ing­ar eða alls 13 tals­ins.

Óskar­sverðlauna­hátíðin verður hald­in þann 10. mars næst­kom­andi í 96. skipti. Kynn­ir hátíðar­inn­ar verður spjallþátta­stjórn­and­inn Jimmy Kimmel og verður þetta fjórða skipti hans sem kynn­ir á hátíðinni. 

Túlk­un Cilli­an Murp­hy á J. Robert Opp­en­heimer til­nefnd

Kvik­mynd­in Poor Things hlaut næst­flest­ar til­nefn­ing­ar, eða 11 tals­ins, og var hún ásamt Opp­en­heimer til­nefnd sem besta kvik­mynd­in. Mynd­irn­ar American Fincti­on, Anatomy of a Fall, Barbie, The Holdo­vers, Killers of the Flower Moon, Maestro, Past Li­ves og Zone of In­t­erest hlutu einnig til­nefn­ingu í þeim flokki. 

Þá var Cilli­an Murp­hy til­nefnd­ur sem besti leik­ar­inn í aðal­hlut­verki fyr­ir hlut­verk sitt í Opp­en­heimer. Í sama flokki voru Bra­dley Cooper (Maestro), Colm­an Dom­ingo (Rust­in), Paul Giamatti (The Holdo­vers) og Jef­frey Wright (American Ficti­on) einnig til­nefnd­ir. 

Emma Stone hlaut til­nefn­ingu sem besta leik­kon­an í aðal­hlut­verki fyr­ir hlut­verk sitt í Poor Things, en þær Lily Ben­ing (Nyad), Lily Gladstone (Killers of the Flower Moon), Sandra Hüller (Anatomy of a Fall) og Carey Mulli­g­an (Maestro) hlutu einnig til­nefn­ingu í sama flokki.

Leikkonan Emma Stone hlaut tilnefningu sem besta leikkonan í aðalhlutverki.
Leik­kon­an Emma Stone hlaut til­nefn­ingu sem besta leik­kon­an í aðal­hlut­verki. AFP

Barbie með tvær til­nefn­ing­ar í flokki auka­leik­ara

Ryan Gosl­ing var til­nefnd­ur sem besti leik­ar­inn í auka­hlut­verki í kvik­mynd­inni Barbie og America Fer­rera sem besta leik­kona í auka­hlut­verki í sömu mynd. Einnig voru Sterl­ing K. Brown (American Ficti­on), robert De Niro (Killers of the Flower Moon), Robert Dow­ney Jr. (Opp­en­heimer) og Mark Ruffalo (Poor Things) til­nefnd­ir sem bestu leik­ar­ar í auka­hlut­verki. 

Auk Fer­rera voru Em­ily Blunt (Opp­en­heimer), Danielle Brooks (The Col­or Purple), Jodie Foster (Nyad) og Da'Vine Joy Randolph (The Holdo­vers) til­nefnd­ar sem besta leik­kona í auka­hlut­verki. 

Leikarinn Ryan Gosling var tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki.
Leik­ar­inn Ryan Gosl­ing var til­nefnd­ur sem besti leik­ari í auka­hlut­verki. AFP

Leik­stjóri Barbie ekki til­nefnd

Cristoph­er Nol­an var til­nefnd­ur sem besti leik­stjór­inn fyr­ir kvik­mynd­ina Opp­en­heimer. Í sama flokki voru Just­ine Tiret (Anatomy of a Fall), Mart­in Scorsese (Killers of the Flower Moon), Yorgos Lant­himos (Poor Things) og Jon­ath­an Glazer (The Zone of In­t­erest) einnig til­nefnd. 

Volaða Land, kvik­mynd Hlyns Pálma­son­ar, átti mögu­leika á að vera til­nefnd í flokki alþjóðlegra kvik­mynda en hlaut ekki til­nefn­ingu í ár. Í des­em­ber síðastliðnum komst hún á stutt­lista aka­demí­unn­ar ásamt 14 öðrum kvik­mynd­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þótt þér standi stuggur af samningaviðræðum kemstu ekki upp með það lengur að slá þeim á frest. Samræður við maka eða vini ganga þar af leiðandi stirðlega.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þótt þér standi stuggur af samningaviðræðum kemstu ekki upp með það lengur að slá þeim á frest. Samræður við maka eða vini ganga þar af leiðandi stirðlega.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell