Nýr verðlaunagripur kynntur

Matthías Rúnar Sigurðsson myndhöggvari og Bryndís Loftsdóttir framkvæmdastjóri Félags íslenskra …
Matthías Rúnar Sigurðsson myndhöggvari og Bryndís Loftsdóttir framkvæmdastjóri Félags íslenskra bókaútgefenda með Blæng, sem heldur öðrum væng sínum þétt að brjósti sér. mbl.is/Árni Sæberg

Þegar Íslensku bók­mennta­verðlaun­in verða af­hent í 35. sinn við hátíðlega af­höfn á Bessa­stöðum á miðviku­dag­inn kem­ur verður kynnt­ur til sög­unn­ar nýr verðlauna­grip­ur. Í stað op­inn­ar bók­ar á granít­stöpli sem Jón Snorri Sig­urðsson hannaði fá verðlauna­haf­ar brons­hrafn­inn Blæng sem Matth­ías Rún­ar Sig­urðsson mynd­höggv­ari skapaði. Líkt og á eldri verðlauna­gripn­um verður nafn verðlauna­höf­und­ar og tit­ill verðlauna­verks­ins vel sýni­legt á nýja verðlauna­gripn­um.

Aðspurð um breyt­ing­una seg­ir Bryn­dís Lofts­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Fé­lags ís­lenskra bóka­út­gef­enda, að hug­mynd­in að nýj­um verðlauna­grip hafi kviknað hjá starf­andi verðlauna­nefnd fé­lags­ins og þá um leið að leita yrði til framúrsk­ar­andi lista­manns með verk­efnið. Í verðlauna­nefnd­inni sitja Anna Mar­grét Marinós­dótt­ir, Birgitta Hassell, Heiðar Ingi Svans­son, Hólm­fríður Matth­ías­dótt­ir og Pét­ur Már Ólafs­son.

Blængur er stytting á orðinu blávængur, sem á vel við …
Blæng­ur er stytt­ing á orðinu blá­væng­ur, sem á vel við þar sem bronsaf­steyp­an af högg­mynd Matth­ías­ar hef­ur blás­vart­an blæ. Frum­mynd­in, sem er úr svört­um marm­ara, er um sjö kíló en af­steyp­an aðeins rúm tvö kíló. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

„Eldri grip­ur­inn hef­ur nú verið veitt­ur 77 höf­und­um í 34 ár. Okk­ur þykir ákaf­lega vænt um þann grip enda mjög fal­leg­ur eins og sjá má á fjöl­mörg­um mynd­um frá verðlauna­af­hend­ing­um liðinna ára. Ætli megi ekki segja að út­gef­end­um hafi þótt saga eldri verðlauna­grips orðin pass­lega löng og tíma­bært að setja punkt­inn við hana,“ seg­ir Bryn­dís og bend­ir á að út­gef­end­ur hafi al­mennt gott nef fyr­ir hæfi­legri sagna­lengd.

Kafla­skil í sögu verðlaun­anna

„Þetta eru auðvitað ákveðin kafla­skil í sögu verðlaun­anna, en þau hafa þó áður tekið breyt­ing­um, til­nefn­ing­ar- og verðlauna­merkið var t.d. öðru­vísi í upp­hafi, barna- og ung­menna­bóka­flokk­um var bætt við verðlaun­in 2013, Íslensku glæpa­sagna­verðlaun­in Blóðdrop­inn féllu und­ir vernd­ar­væng verðlaun­anna í fyrra og svo hef­ur til­nefn­inga­hátíðin verið hér og þar í bæn­um, t.d. í Lista­safni Íslands, á Kjar­vals­stöðum og nú í Eddu, húsi ís­lensk­unn­ar, svo eitt­hvað sé nefnt. Við höf­um ekk­ert til sparað til þess að gera nýj­an verðlauna­grip jafn glæsi­leg­an og þann fyrri og erum mjög stolt af út­kom­unni og ánægð með alla þá hugs­un og vinnu sem Matth­ías setti í Blæng,“ seg­ir Bryn­dís. Rifjar hún upp að í könn­un til fé­lags­manna um nýj­an verðlauna­grip sem verðlauna­nefnd­in lét gera í fyrra hafi nafn Matth­ías­ar komið fram.

Matthías Rúnar Sigurðsson myndhöggvari með Blæng sem steyptur var í …
Matth­ías Rún­ar Sig­urðsson mynd­höggv­ari með Blæng sem steypt­ur var í málm­steyp­unni Art-Od­lew í Opole í Póllandi. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

„Nefnd­in vildi að verðlauna­grip­ur­inn væri hvort held­ur í senn glæsi­leg­ur við verðlauna­af­hend­ing­una og félli vel að heim­il­um fólks. „Rætt var m.a. um að með vigt sinni og hæfi­legri stærð gæti grip­ur­inn nýst sem bóka­stoð eða setið á hvaða bóka­hillu sem væri og þær hug­mynd­ir rímuðu vel við stíl og efn­is­val Matth­ías­ar sem lista­manns,“ seg­ir Bryn­dís og bend­ir á að þeim höf­und­um fari fjölg­andi sem hafi hlotið verðlaun­in oft­ar en einu sinni.

Sveipaður mik­illi drama­tík

„Þeir höf­und­ar sem hljóta verðlaun­in einu sinni eign­ast Blæng. Þeir sem vinna þau tvisvar eign­ast Hug­in og Mun­in og séu verðlaun­in fleiri þá er viðkom­andi höf­und­ur kom­inn með hrafnaþing,“ seg­ir Matth­ías kím­inn, sem átti ein­mitt hug­mynd­ina að nafn­inu Blæng­ur. „Ég rakst á þetta nafn í bók­inni Hrafn­inn eft­ir Sig­urð Ægis­son,“ seg­ir Matth­ías og bend­ir á að blæng­ur sé stytt­ing á orðinu blá­væng­ur, sem eigi vel við þar sem hrafn­inn sé blás­vart­ur, en bronsaf­steyp­an af högg­mynd Matth­ías­ar mun ein­mitt hafa blás­vart­an blæ.

Aðspurður seg­ist Matth­ías strax hafa verið mjög spennt­ur fyr­ir því að skapa nýja verðlauna­grip­inn. „Ég var beðinn að teikna þrjár mis­mun­andi út­færsl­ur á verðlauna­grip,“ seg­ir Matth­ías og rifjar upp að þegar verðlauna­nefnd­in fór yfir til­lög­urn­ar hafi verið mjög mjótt á mun­un­um milli fugls og spen­dýrs. „Það vann hins veg­ar með hrafn­in­um að hann er bet­ur tengd­ur bók­mennt­um,“ seg­ir Matth­ías, sem vinn­ur mikið með dýr í verk­um sín­um. „Mér finnst spenn­andi að skoða dýrið innra með okk­ur og hvernig mann­leg­ir eig­in­leik­ar birt­ast í dýr­um,“ seg­ir Matth­ías og bend­ir á að Blæng­ur haldi öðrum væng sín­um þétt að brjósti sér.

Hrafninn er vel tengdur bókmenntum og hefur verið mörgum skáldum …
Hrafn­inn er vel tengd­ur bók­mennt­um og hef­ur verið mörg­um skáld­um yrk­is­efni. Sem dæmi orti Kristján frá Djúpa­læk: Hvort ertu svart­ur fugl / eða fljúg­andi myrk­ur? mbl.is/Á​rni Sæ­berg

„Það kall­ast skemmti­lega á við höf­und­inn sem sýn­ir ekki öll spil sín, en hef­ur þó alla þræði í hendi sér,“ seg­ir Bryn­dís og bend­ir á að í fyrr­nefndri bók Sig­urðar um hrafn­inn megi sjá hversu sterk tengsl hrafns­ins séu við skáld­skap­inn og ís­lenska tungu. „Í bók­inni má finna 108 ís­lensk alþýðuheiti eða staðbund­in auka­heiti fugls­ins, 47 máls­hætti þar sem hrafni bregður fyr­ir, 58 orðasam­bönd, sex nöfn á lit­um og 627 ís­lensk ör­nefni sem tengj­ast hrafn­in­um. Þá er ótal­inn all­ur sá kveðskap­ur ís­lenskra skálda sem hverf­ist um þenn­an eld­klára, uppá­tækja­sama og áhrifa­mikla fugl sem gjarn­an er sveipaður mik­illi drama­tík, líkt og merkja má í lokalín­um ljóðs Kristjáns frá Djúpa­læk, „Talað við hrafn“ þar sem skáldið spyr: Hvort ert þú svart­ur fugl / eða fljúg­andi myrk­ur?“ seg­ir Bryn­dís og bend­ir á að manns­nafnið Hrafn eða Rafn hafi verið með Íslend­ing­um frá Land­námu. „Svo var þetta líka fugl­inn sem lóðsaði nafn­gjafa Íslands, Flóka Vil­gerðar­son eða Hrafna-Flóka, hingað til lands.“

Lengra viðtal við Matth­ías og Bryn­dísi má lesa í Morg­un­blaðinu í dag, fimmtu­dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Ef þú þjálfar þig í því sem þú gerir vel, verður veröldin betri staður. Láttu glósur annarra sem vind um eyru þjóta því þeir verða undir sem ofan í setja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Ef þú þjálfar þig í því sem þú gerir vel, verður veröldin betri staður. Láttu glósur annarra sem vind um eyru þjóta því þeir verða undir sem ofan í setja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason