Karl konungur lagður inn á spítala

Karl konungur hefur verið lagður inn á einkasjúkrahús í Lundúnum.
Karl konungur hefur verið lagður inn á einkasjúkrahús í Lundúnum. AFP

Karl III. Breta­kon­ung­ur hefur verið lagður inn á spítala þar sem hann mun gangast undir aðgerð vegna stækkunar á blöðruhálskirtli, en samkvæmt vef BBC er stækkunin góðkynja. 

Aðgerðin er framkvæmd á sama einkasjúkrahúsi í Lundúnum og Katrín prinsessa af Wales var nýverið lögð inn á þegar hún gekkst undir kviðarholsaðgerð. Búist er við því að konungurinn gisti að minnsta kosti í eina nótt á spítalanum og mun hann þurfa að taka sér stutt leyfi frá störfum eftir aðgerðina.

Með því að opinbera heilsufarsvanda sinn sendi Karl áminningu til annarra karlmanna að láta athuga blöðruhálskirtilinn, en kvillinn er ekki óalgengur hjá mönnum yfir 50 ára aldri. Í yfirlýsingu frá Buckingham-höll er konungurinn sagður vera „ánægður með að greining hans hafi jákvæð áhrif á lýðheilsuvitund“ og þakkaði þeim sem hefðu sent honum góðar óskir. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup