Konungurinn útskrifaður

Karl konungur útskrifaðist af spítala í dag.
Karl konungur útskrifaðist af spítala í dag. AFP/Adrian Dennis

Karl Bretakonungur er útskrifaður af spítala eftir þriggja nátta dvöl. Var konungurinn lagður inn vegna aðgerðar. 

Bretakonungur var lagður inn á föstudag þar sem hann fór í aðgerð vegna stækkunar á blöðruhálskirtli. Ekki er illkynja æxli að ræða. 

Katrín prinsessa af Wales, tengdadóttir Karls, útskrifaðist einnig af spítala í dag, en hafði nú legið inni í tæplega tvær vikur vegna aðgerðar í kviðarholi. 

Konungurinn útskrifaðist síðdegis og fylgdi Kamilla drottning honum heim af spítalanum. Veifaði hann til fjölmiðla er hann yfirgaf spítalann.

Næstu daga mun Karl hvíla sig og hefur konungshöllin aðlagað dagskrá hans samkvæmt því. Höllin hefur ekki gefið út hvar konungurinn mun hvíla sig eða hversu lengi hann mun vera frá störfum.

Karl vinkaði til fjölmiðla er hann og Kamilla drottning héldu …
Karl vinkaði til fjölmiðla er hann og Kamilla drottning héldu af spítalanum. AFP/Daniel Leal
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Gættu þess að ganga ekki á rétt annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Gættu þess að ganga ekki á rétt annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson