Katrín prinsessa af Wales hefur verið útskrifuð af sjúkrahúsi eftir hafa gengist undir aðgerð á kviðarholi.
Katrín, sem er 42 ára, yfirgaf sjúkrahúsið í morgun, 13 dögum eftir aðgerðina, og mun hún halda áfram að hvílast og jafna sig á heimili hennar og Vilhjálms prins.
„Prinsessan af Wales er komin heim til Windsor þar sem hún halda áfram að ná upp heilsu eftir aðgerðina. Hún er að taka stöðugum framförum,“ kom fram í yfirlýsingu frá Kensingtonhöll. „Prinsinn og prinsessan vilja þakka öllu teyminu á London Clinic, sérstaklega hjúkrunarfólkinu, fyrir ummönnunina sem þau hafa veitt,“ stóð einnig í yfirlýsingunni.
Katrín prinsessa af Wales gekkst undir kviðarholsaðgerð í Lundúnum hinn 16. janúar síðastliðinn. Hún mun hefja konunglegar embættisskyldur sínar á ný eftir páska.
View this post on InstagramA post shared by The Prince And Princess Of Wales 🌻 (@kensingtonroyalss)