Íslenskur áhugamaður um pylsur vekur athygli á TikTok

Adam Helgason grípur sér reglulega pylsu í Costco Iceland.
Adam Helgason grípur sér reglulega pylsu í Costco Iceland. Samsett mynd

Adam Helgason, íslenskur áhugamaður um pylsur, birti skemmtilegt myndskeið á samfélagsmiðlinum TikTok á dögunum sem hefur hlotið góða athygli. Í myndskeiðinu ferðast hann á milli sjoppa og söluskála, sem allar eiga það sameiginlegt að selja þjóðarrétt Íslendinga, grípur sér pylsu, metur líkindi og ólíkindi þeirra og endar á því að gefa góðgætinu einkunn. 

Adam birti myndskeiðið á TikTok fyrir fjórum dögum síðan og þegar þetta er skrifað hafa yfir 52 þúsund manns horft á hann meta íslensku pylsuna. 110 manns hafa einnig skrifað athugasemdir og eru margir sammála um að Adam sé besti og jafnframt harðasti matargagnrýnandi landsins. 

Í myndskeiðinu heimsækir hann níu sölustaði og borðar álíka margar, ef ekki fleiri, pylsur. Adam segir besta tilboðið vera í Costco Iceland þar sem ein með öllu og gos kosti aðeins 299 kr. Tröllapylsan hjá Ísbúð Laugalækjar endaði þó á að skora hæst hjá Adam, sem bragðbesta og ljúffengasta pylsan í bænum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar