Baldwin lýsir yfir sakleysi

Alec Baldwin hefur lýst yfir sakleysi sínu.
Alec Baldwin hefur lýst yfir sakleysi sínu. AFP/Angela Weiss

Bandaríski leikarinn Alec Baldwin lýsti yfir sakleysi sínu í dómsskjölum viðvíkjandi ákæru á hendur honum í Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum. Baldwin er ákærður fyrir að hafa orðið tökumanninum Halynu Hutchins að bana við tökur á kvikmyndinni Rust í október árið 2021.

AFP greinir frá og segir að Baldwin hafi átt að mæta til fyrirtöku í málinu á morgun, fimmtudag. Hann hafi hins vegar ákveðið að afsala sér réttinum til að vera viðstaddur fyrirtökuna og um leið lýst yfir sakleysi sínu í málinu.

Skot hljóp úr byssu sem Baldwin handlék við tökur á kvikmyndinni. Skotið hæfði Hutchins og lést hún í kjölfarið. Skot fór einnig í leikstjórann Joel Souza og hlaut hann minniháttar áverka.

Baldwin hefur ítrekað lýst sakleysi sínu í málinu og kveðst ekki hafa tekið gikkinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir