Bandaríski leikarinn Alec Baldwin lýsti yfir sakleysi sínu í dómsskjölum viðvíkjandi ákæru á hendur honum í Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum. Baldwin er ákærður fyrir að hafa orðið tökumanninum Halynu Hutchins að bana við tökur á kvikmyndinni Rust í október árið 2021.
AFP greinir frá og segir að Baldwin hafi átt að mæta til fyrirtöku í málinu á morgun, fimmtudag. Hann hafi hins vegar ákveðið að afsala sér réttinum til að vera viðstaddur fyrirtökuna og um leið lýst yfir sakleysi sínu í málinu.
Skot hljóp úr byssu sem Baldwin handlék við tökur á kvikmyndinni. Skotið hæfði Hutchins og lést hún í kjölfarið. Skot fór einnig í leikstjórann Joel Souza og hlaut hann minniháttar áverka.
Baldwin hefur ítrekað lýst sakleysi sínu í málinu og kveðst ekki hafa tekið gikkinn.