Oprah Winfrey, ein þekktasta sjónvarpskona í heimi, fagnaði sjötugsafmæli sínu á mánudag. Í tilefni dagsins skokkaði hún meðfram ströndinni í Montecito ásamt góðvinkonu sinni og hundi, en Winfrey hefur lengi verið annt um heilsu sína og annarra.
Afmælisbarnið birti myndskeið á Instagram þar sem hún þakkaði fyrir allar góðu afmæliskveðjurnar. „Fagna 70 árum með hlaupi á ströndinni. „heilsanerbestagjöfin. Takk fyrir alla afmælisástina“,“ skrifaði Winfrey við myndskeiðið sem þúsundir hafa þegar líkað við.
Winfrey stjórnaði einum vinsælasta spjallþætti sjónvarpssögunnar, The Oprah Winfrey Show, í heil 25 ár, á árunum 1986 til 2011.