Masterson í sama fangelsi og Manson

Danny Masterson varð frægur þegar hann lék Steven Hyde í …
Danny Masterson varð frægur þegar hann lék Steven Hyde í þáttaröðinni That '70s Show. AFP

Bandaríski leikarinn Danny Masterson hefur verið fluttur í annað fangelsi með hámarks öryggisgæslu þar sem hann mun afplána 30 ára fangelsisdóm.

Masterson var fluttur í Corcoran-ríkisfangelsið í Kaliforníu og mun ekki eiga rétt á reynslulausn fyrr en í júlí 2042. Masterson situr nú í sama fangelsi og Manson-leiðtoginn, Charles Manson, sem nú er látinn, sat í til fjölda ára.

Masterson var dæmdur í 30 ára fangelsi snemma í september á síðasta ári. Leikarinn, sem margir þekkja úr gamanþættinum That 70s Show, var dæmdur fyrir að nauðga tveimur konum á heimili sínu í Hollywood Hills árin 2001 og 2003. Hann var einnig kærður fyr­ir að nauðga einni ann­arri konu en kviðdóm­ur­inn taldi sönn­un­ar­gögn­in ekki sann­fær­andi. Sak­sókn­ari sagði Master­son hafa byrlað kon­un­um ólyfjan og síðan beitt þær of­beldi.  

Eig­in­kona Master­son, leik­kon­an Bijou Phil­ips, sótti um skilnað stuttu eft­ir að leik­ar­inn var sak­felld­ur. Fyrr­ver­andi hjón­in eiga eina unga dótt­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eyddu meiri tíma í ástvini og vini sem kunna betur að meta það sem þú gerir. Þér tekst að ná takmarki þínu með aðstoð að minnsta kosti þriggja annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofia Rutbäck Eriksson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Sarah Morgan
5
Solja Krapu-Kallio
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eyddu meiri tíma í ástvini og vini sem kunna betur að meta það sem þú gerir. Þér tekst að ná takmarki þínu með aðstoð að minnsta kosti þriggja annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofia Rutbäck Eriksson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Sarah Morgan
5
Solja Krapu-Kallio