Málið gegn Lizzo ekki fellt niður

Lizzo mun áfrýja málinu.
Lizzo mun áfrýja málinu. Skjáskot/Instagram

Beiðni banda­rísku söng­kon­unn­ar Lizzo um að mál þriggja fyrr­ver­andi dans­ara sinna gegn sér yrði vísað frá dómi var hafnað af dóm­ara í Los Ang­eles í gær. Banda­ríski miðill­inn People grein­ir frá.

Dans­ar­arn­ir þrír eru þær Ari­anna Dav­is, Crystal Williams og Noelle Rodrigu­ez. Þær hafa meðal ann­ars sakað Lizzo um kyn­ferðis­lega áreitni, mis­mun á grund­velli fötl­un­ar og kynþátta­for­dóma.

Áfrýj­ar mál­inu

Ron Zambrano, lögmaður dans­ar­anna, seg­ir við People að niðurstaða dóm­ara sé ánægju­leg. Hins veg­ar hafi dóm­ari vísað nokkr­um liðum kær­unn­ar frá, meðal ann­ars ásök­un­um um fitu­for­dóma, nekt­ar­mynda­töku og að dans­ar­ar hafi verið skyldaðir á bakvakt þegar þeir voru ekki á tón­leika­ferðalagi.

Stef­an Friedm­an, talsmaður Lizzo, seg­ir söng­kon­una vera ánægða með að nokkr­um ásök­un­um hafi verið vísað frá dómi. Hins veg­ar verði mál­inu áfrýjað þar sem söng­kon­an vilji að kær­unni í heild verði vísað frá. Hún hafn­ar öll­um ásök­un­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Það þarf kjark til þess að komast áfram. Sá sem hefur verið hvað mest uppáþrengjandi er að reyna að segja þér eitthvað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Það þarf kjark til þess að komast áfram. Sá sem hefur verið hvað mest uppáþrengjandi er að reyna að segja þér eitthvað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir